Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hallað hafi á em­bættið í mold­viðri Helga Magnúsar

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir fjölmiðlaumfjöllun um mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hafa verið mjög á einn veg og lítið hafa farið fyrir gagnrýnum spurningum til Helga Magnúsar. Þannig hafi hallað verulega á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið í moldviðri, sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna.

Sýkna Sól­veigar stendur

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Áslaugar Björnsdóttur um áfrýjunarleyfi í máli hennar á hendur Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi þingmanni og dómsmálaráðherra. Áslaug krafði Sólveigu um greiðslu 28 milljóna króna í málinu en í tengdum málum hefur Sólveig verið krafin um milljarða króna.

Ekki króna í þrota­búi Base parking

Ekki króna fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Siglt í strand ehf., sem hét áður Base parking ehf.. Lýstar kröfur námu tæpum 59 milljónum króna.

Virkjanaleyfið kært aftur

Önnur kæra hefur borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna veitingar Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir vindorkuver í Búrfellslundi. Að þessu sinni eru það náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið sem kæra.

Alma sótti tvo milljarða

Alma íbúðafélag hf. hefur lokið útboði á nýjum skuldabréfaflokki sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins. Seld voru skuldabréf fyrir 2,1 milljarð króna.

Árni verður hægri hönd Decks

Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður næstráðandi í sameinuðu félagi JBT og Marels verði af sameiningu.

Helgi í Góu og fyrr­verandi borguðu brúsann

Fyrirtæki í eigu Helga Vilhjálmssonar, Helga í Góu, styrktu forsetaframboð Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur, um fjögur hundruð þúsund krónur. Framboðið kostaði um 774 þúsund krónur.

Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar

Fjöldi viðskiptavina Bónuss hefur lent í því í morgun að geta ekki greitt með greiðslukorti vegna bilunar í færsluhirðingu hjá Verifone. Ekki liggur fyrir hvort bilunar hafi orðið vart víðar.

Verð­bólga fari undir fimm prósent í lok árs

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs.

Sjá meira