Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14.10.2022 17:45
Gular viðvaranir í nótt og á morgun Gul viðvörun vegna rigningar á Austfjörðum tók gildi klukkan ellefu í kvöld og gildir til klukkan tíu í fyrramálið. Þá hafa gular viðvaranir verið gefnar út fyrir Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra sem taka gildi á morgun. 3.10.2022 23:58
Ætlað skotvopn reyndist leikfangabyssa Í kvöld var tilkynnt um ætlað skotvopn í bifreið í Hafnarfirði. Við nánari skoðun lögreglu kom í ljós að um leikfangabyssu var að ræða. 3.10.2022 22:16
Ætla að „fela“ 120 herbergja hótel við Skógarböðin Eigendur Skógarbaðanna í Eyjafjarðarsveit stefna á að byggja 120 herbergja hótel við böðin. Hönnun hótelsins verður eins og baðanna þannig að það mun falla inn í umhverfið. 3.10.2022 21:52
Átján mánuðir fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur Karlmaður var á dögunum dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur sem innihéldu virka efnið fúbrómazólam. 3.10.2022 19:42
Segir fararstjóra starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um kynbundið ofbeldi Félagskona í Ferðafélagi Íslands krefur stjórn félagsins svara á því hvers vegna maður, sem hún hefur vitneskju um að ítrekað hafi verið kvartað yfir vegna kynbundins ofbeldis, fái að starfa áfram sem fararstjóri á vegum félagsins. 3.10.2022 18:32
Afbrotafræðingar efast um ágæti aukinna valdheimilda Afbrotafræðingar gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar auknar valdheimildir lögreglu. Hvort sem þær birtast í aukinni vopnvæðingu eða auknum rannsóknarheimildum. 2.10.2022 13:40
Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Honum er gefið að sök að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. 2.10.2022 10:10
Rannsóknarheimildir og orkumál í brennidepli Lögreglumál, vopnaburður og rannsóknarheimildir verður til umræðu hjá þeim Margréti Valdimarsdóttur og Helga Gunnlaugssyni, sem bæði eru afbrotafræðingar og gjörþekkja þann heim, á Sprengisandi í dag. 2.10.2022 09:45
Ráðist á fjölskylduföður á meðan hann keypti mat Um klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á veitingastað í Breiðholti. Þar hafði fjölskyldufaðir ætlað að kaupa mat handa sér og fjölskyldu sinni þegar maður í annarlegu ástandi réðst að honum án nokkurs tilefnis. 2.10.2022 08:12