Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Draumur Antons rættist: „Ó­trú­lega hrærður og meyr“

Anton Sveinn McKee segist hræður og meyr í kjöl­far þess að hafa unnið til silfur­verð­launa á Evrópu­meistara­mótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Rúmeníu á dögunum. Hann fann fyrir þjóðar­stolti er hann stóð á verð­launa­pallinum og sá ís­lenska fánann birtast.

Konur eru ekki litlir karlar

Sól­veig Þórarins­dóttir, sjúkra­­þjálfari og doktors­­nemi, er ein þeirra sem stendur að baki rann­­sókn sem vakið hefur at­hygli og stuðlað að góðum breytingum í norska kvenna­­boltanum. Rann­sóknin snýr að heilsu­fari leik­manna í deildinni en þekking okkar á kvennaknatt­­spyrnunni er afar tak­­mörkuð. Hún hefur staðið í skugganum á karlaknatt­­spyrnunni og að­eins 7% gagna í knatt­­spyrnu­heiminum byggja á reynslu okkar og þekkingu af kvennaknatt­­spyrnu.

Fann­ey með fót­bolta­heila og getur náð heimsklassa

Jólin komu snemma í ár með sigri Ís­lands á Dan­mörku í Þjóða­deildinni í fót­bolta í fyrra­dag. Á­tján ára gamall mark­vörður Ís­lands og Vals sló í gegn í frum­raun sinni. Ís­lenska lands­liðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíu­drauma danska lands­liðsins með 1-0 sigri sínum í loka­um­ferð riðla­keppni Þjóða­deildarinnar í Vi­borg.

Lars í­trekar með­mæli sín með Heimi sem hann treystir að fullu

Án þess að hika, myndi Lars Lager­back, fyrrum lands­liðs­­þjálfari Ís­lands, mæla með fyrrum sam­­starfs­manni sínum Heimi Hall­gríms­­syni í hvaða þjálfara­­starf sem er. Hann er yfir sig hrifinn af starfi Heimis með Jamaíka upp á síð­kastið.

Fjöl­skyldan í skýjunum með frum­raun Fann­eyjar

Hin 18 ára gamla Fann­ey Inga Birkis­dóttir, stimplaði sig ræki­lega inn í ís­lenska kvenna­lands­liðið í fót­bolta er hún átti stór­leik í sínum fyrsta A-lands­leik. Leik gegn Dönum á úti­velli í Þjóða­deildinni sem endaði með eins marks sigri Ís­lands. Fjöl­skylda Fann­eyjar var á vellinum í Vi­borg og segir faðir hennar, Birkir Ingi­bjarts­son, dóttur sína al­deilis hafa sýnt hvað í sér býr.

Gúgluðu Óla Stef um leið og fregninar bárust

Ís­lenski mark­vörðurinn Svein­björn Péturs­son horfir fram á bjartari tíma hjá liði sínu Aue í þýsku B-deildinni í hand­bolta nú þegar að Ólafur Stefáns­son hefur tekið við þjálfun liðsins. Verk­efnið fram­undan er þó ærið og situr Aue á botni deildarinnar. Ólafur hefur hins vegar, að mati Svein­bjarnar, komið inn með margar góðar og já­kvæðar breytingar á skömmum tíma.

Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo

Portúgalska knatt­spyrnu­goð­sögnin Cristiano Ron­aldo stendur frammi fyrir hóp­mál­sókn á hendur sér í Banda­ríkjunum í tengslum við sam­starf sitt við Binance, einn stærsta raf­myntar­markað í heimi. Krefjast stefn­endur þess að Ron­aldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Banda­ríkja­dala í skaða­bætur.

KSÍ vill að ríkið taki þátt í að greiða fyrir pylsuna

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands hefur form­lega óskað eftir að­komu ís­lenska ríkisins að fjár­mögnun á leigu sambandsins á hita­pylsunni svo­kölluðu sem notuð hefur verið til að gera Laugar­dals­völl, þjóðarleikvang Íslendinga, leik­færan fyrir leikina sem fram hafa farið á vellinum núna undan­farnar vikur.

Stólarnir óttast ekki dóms­­mál: „Eru með tapað mál í höndunum“

For­­­maður körfu­knatt­­­leiks­­­deildar Tinda­­­stóls missir ekki svefn þrátt fyrir hótanir KB Peja frá Kós­ó­vó þess efnis að fara með mál, tengt fé­lags­­skiptum Banda­­­ríkja­­­mannsins Jacob Call­oway til Tinda­stóls, fyrir dóm­­­stóla. Call­oway er mættur á Sauð­ár­krók þar sem að hann hyggst hefja nýjan kafla á sínum körfu­­­bolta­­­ferli.

Sjá meira