Hélt hnífi að kviði manns á veitingastað við Hverfisgötu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni með því að hafa haldið hnífi upp að kviði hans á veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík að næturlagi í janúar 2020. 7.3.2023 10:45
Play mun fljúga til Glasgow Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi. 7.3.2023 10:21
Tveir létust í troðningi á tónleikum í New York Tveir tróðust undir og létust eftir að mikil ringulreið skapaðist á rapptónleikum í Rochester í New York-ríki á sunnudagskvöld. Einn er alvarlega slasaður. 7.3.2023 09:22
Tveir táningar látnir eftir stunguárás í Danmörku Tveir táningar eru látnir og sá þriðji særðist í stunguárás sem varð í Taastrup, vestur af dönsku höfuðborginni Kaupmannahöfn, í gærkvöldi. 7.3.2023 07:48
Útlit fyrir einsleitt veður næstu daga Næstu daga er útlit fyrir fremur einsleitt veður þar sem norðlægar áttir verða ríkjandi og éljagangur fyrir norðan og austan. Þá verður yfirleitt þurrt og lengst af bjart veður annars staðar. 7.3.2023 07:22
Jóhannes Nordal er látinn Jóhannes Nordal, sem gegndi embætti seðlabankastjóra á árunum 1961 til 1993, er látinn, 98 ára að aldri. 7.3.2023 07:10
Fimmtíu sagt upp í tveimur hópuppsögnum í febrúar Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem fimmtíu starfsmönnum var sagt upp störfum. 6.3.2023 14:50
Tsikhanouskaja dæmd í fimmtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi hefur dæmt Svetlönu Tsikhanouskaju, einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, í fimmtán ára fangelsi fyrir landráð. Hún var sakfelld fyrir að hafa ætlað sér að ræna völdum í landinu. 6.3.2023 13:20
Einar ráðinn framkvæmdastjóri Sólar Ræstingafyrirtækið Sólar ehf. hefur ráðið Einar Hannesson sem nýjan framkvæmdastjóra. Hann tók við starfinu 1. mars síðastliðinn af Þórsteini Ágústssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri hjá félaginu frá árinu 2007. 6.3.2023 09:34
Óku á brunahana og húsvegg Bandaríski grínistinn Pete Davidson og kærasta hans, Chase Sui-Wonders, lentu í bílslysi í Beverly Hills í Los Angeles í fyrrinótt. 6.3.2023 09:00