Notendalausnir Origo verða Ofar Origo lausnir ehf., sá hluti Origo sem hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á notendabúnaði og tæknilausnum, hefur fengið nafnið Ofar. 13.1.2025 10:44
Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2024 en alls var sveitin þá kölluð út 334 sinnum. Um er að ræða 31 útkalli meira en árið 2023. 13.1.2025 10:34
Líkleg tölvuárás á Toyota Tölvukerfi Toyota á Íslandi liggja niðri en talið er að árás hafi verið gerð á kerfin aðfaranótt mánudags. Unnið er að viðbrögðum í samvinnu við sérfræðinga á þessu sviði. 13.1.2025 10:31
Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. 13.1.2025 08:49
Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Landið er nú í morgunsárið á milli tveggja lægða þar sem aðra er að finna skammt suðaustur af Jan Mayen og veldur allhvassri vestanátt á norðaustanverðu landinu. Lægðin fjarlægist nú óðum og er vindur því á niðurleið. 13.1.2025 07:12
Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá og með 1. maí 2025. 10.1.2025 13:47
Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla. 10.1.2025 12:58
Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á stórum hluta landsins vegna allhvassrar suðaustanáttar og rigningar aðfararnótt sunnudagsins og á sunnudagsmorgun. 10.1.2025 12:53
Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn. 10.1.2025 10:06
Hafa bæst í eigendahóp PwC Daníel J. Guðjónsson og Örn Valdimarsson hafa bæst í eigendahóp PwC. Eigendur PwC á Íslandi eru því nú orðnir sautján talsins. 10.1.2025 09:57