„Ég var heppinn. En ekki hann“ Gunnar Geir Gunnlaugsson tónlistarmaður gaf á dögunum út lagið „Bjartur þinn partur .“ Texti lagsins er einkar persónulegur en það fjallar um Bjarna Þór Pálmason, kæran vin Gunnars sem lést af völdum fíkniefnaneyslu, langt fyrir aldur fram. 5.10.2024 10:00
„Það er önnur hver gella með í vörunum“ „Ég held að þetta sé orðið svo algengt í dag. Ólíkegasta fólk er að fara í svona. Ég held líka að Íslendingar séu áberandi mikil hjarðdýr. Ef einhver fær sér þá fá sér allir, því við erum svo fá,“ segir 26 ára gömul íslensk kona sem fer reglulega í varafyllingar og bótox. 5.10.2024 09:01
Tekst á við lífið sem einhverf mamma með langveikt barn Ástrós Lilja Guðmundsdóttir hefur vakið athygli á TikTok á undanförnu þar sem hún hefur birt myndefni og sagt frá lífi sínu sem móðir barns með sjaldgæft heilkenni. Ástrós er greind með ADHD og einhverfu, sem gerir móðurhlutverkið svo sannarlega enn meira krefjandi. Henni er mikið í mun um að uppræta fordóma gagnvart þeim sem eru skynsegin. 30.9.2024 09:12
Elti drauminn og flutti um borð í húsbíl Sunna Guðlaugsdóttir hefur slegið í gegn á TikTok á undanförnu þar sem hún hefur birt myndskeið og veitt fólki innsýn inn í lífstíl sem telja má að sé nokkuð óvenjulegur. Í stað þess að fjárfesta í steinsteypu og vera bundin af húsnæðisláni tók Sunna þá ákvörðun að festa kaup á tuttugu og níu ára gömlum húsbíl og breyta honum í heimili. Undanfarnar vikur hefur hún sýnt frá ferlinu á samfélagsmiðlum en hún segir frelsið vera einn stærsta kostinn við þennan búsetumáta. 29.9.2024 08:02
„Það er einhver sjarmi yfir París sem er ekki annarsstaðar“ Helga Guðrún Hrannarsdóttir verður í desember fyrsti Íslendingurinn til að ljúka námi í tískumarkaðsfræði og -samskiptum frá ESMOD, elsta tískuháskóla Frakklands. Undanfarin þrjú ár hefur hún upplifað drauminn í hátískuborginni París. 28.9.2024 11:52
Gaf langömmu tattú í afmælisgjöf Langamma á Akureyri segir vini sína hlæja að nýju skrauti á handlegg hennar sem þeim finnst öllum hræðilegt. Langömmubarnið kom á óvart með óvæntri afmælisgjöf sem ekki var hægt að hafna. Þær stöllur fengu sér samstæð húðflúr á upphandlegginn. 28.9.2024 07:33
„Það eru komnir þrír mánuðir síðan pabbi minn sá fram á það að geta ekki lifað lengur“ „Ég er alls ekki týpan sem er mikið að opna sig á netinu. Þetta var erfitt og óþægilegt. En ég vildi gera þetta, fyrir pabba,“ segir tónlistarkonan Karlotta Sigurðardóttir en á dögunum gaf hún sitt fyrsta lag á íslensku sem ber heitið Hringekja. Lagið hefur afar sérstaka merkingu fyrir Karlottu vegna þess að það er seinasta lagið hennar sem faðir hennar, Sigurður Arnar Jónsson, fékk að heyra áður en hann féll fyrir eigin hendi, í apríl á þessu ári. 22.9.2024 14:10
„Eftir þetta þá ber ég nákvæmlega ekki neitt traust til lögreglunnar“ Arna Sif Eyberg var handtekin af lögreglu í júní síðastliðnum eftir að hafa verið stöðvuð við akstur og amfetamín mældist í munnvatnssýni. Ástæða þess að amfetamín mældist í sýninu er sú að Arna Sif tekur inn Elvanse, lyf sem notað er við ADHD. 16.9.2024 08:01
Vond tilfinning að geta ekki treyst á þjónustu bráðamóttökunnar „Ég á ekki til orð yfir þessari þjónustu. Ég er svo reið að barnið mitt þurfi í alvöru að þola svona framkomu. Þetta er barnið mitt. Ég á að vera örugg að þegar ég mæti með hana til læknis. Er þetta í alvöru tilfinningin sem ég á að hafa gagnvart spítalanum okkar? “segir Sylvía Haukdal sem leitaði með níu ára gamla dóttur sína á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum, eftir að dóttir hennar brotnaði á fæti. 15.9.2024 10:00
„Ég gerði mér grein fyrir því að ekkert yrði aftur eins og það var“ Líf Rutar Rúnarsdóttur og fjölskyldu hennar kollvarpaðist fyrir þremur árum þegar eldri bróðir Rutar féll fyrir eigin hendi. Systkinin voru afar náin og Rut missti því bæði bróður og kæran vin á sama tíma. Áfallið breytti Rut á þann hátt að hún syrgði ekki bara bróður sinn heldur einnig gömlu útgáfuna af sjálfri sér, manneskjuna sem hún hafði verið áður en áfallið dundi yfir. 14.9.2024 11:09