Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lands­réttur þyngir dóm vegna kyn­ferðis­brots gegn þroska­skertum manni

Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem dæmdur var í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart þroskahömluðum manni. Maðurinn var sóttur til saka fyrir að hafa í tvö skipti haft kynferðismök við manninn en nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manninum, sem er með þroskahömlun og gat ekki skilið þýðingu verknaðarins.

Kári lagði Per­sónu­vernd

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hefði brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19.

Íslensk vegabréf í 21. sæti

Íslenskir ríkisborgarar geta ferðast til 147 landa án þess að þurfa til þess fyrirframfengna vegabréfsáritun („visa“). Þá geta handhafar íslenskra vegabréfa ferðast til 28 landa án þess að framvísa vegabréfi.

„Við erum ennþá í áfalli eftir þetta“

„Við héldum að þetta væri eitthvað hryðjuverkadæmi. Það var ekki eins og þetta væri einhver lítil Súkka að bakka óvarlega út úr stæði,“ segir kærasta konunnar sem slasaðist í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík.

Steindi, Auddi og Egill stofna hlutafélag

Félagið Celsius dreifing ehf. var skráð á hlutafélagaskrá ríkisskattstjóra í gærdag en á meðal stofnenda eru fjölmiðlamennirnir góðkunnu Auðunn Blöndal, Egill Einarson og Steinþór Hróar Steindórsson, einnig þekktur sem Steindi Jr.

Sjá meira