Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nær dauða en lífi á bráða­mót­tökunni

„Mér finnst mikilvægt að deila þessu svo fólk sjái í alvöru hvernig staðan er á heilbrigðiskerfinu okkar“ segir Kristín Guðmundsdóttir handboltakona. Hún gagnrýnir harðlega þær aðstæður sem blöstu við þegar hún leitaði ásamt dóttur sinni á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum.

Tíminn stóð í stað en allt var á fleygi­ferð

„Mér fannst svo viðeigandi að gera þetta í minningu pabba. Pabbi var þannig gerður að hann vildi aldrei skulda neinum neitt eða standa í þakkarskuld við neinn. Og björgunarsveitirnar, sem komu og hjálpuðu okkar þennan dag áttu þetta svo sannarlega inni,“ segir Berglind Sigurðardóttir en faðir hennar, Sigurður Sigurjónsson, lést af slysförum á Skógaheiði í október á seinasta ári.

Lífið tók koll­steypu eftir ævin­týra­lega Ís­lands­för

„Þetta var svo skrítin upplifun. Nokkrum dögum áður var ég á Íslandi að drekkja í mig stórfenglega náttúrufegurð og orku og fannst ég vera ódauðleg. Áður en ég vissi af var ég kominn á þann stað að það var tvísýnt um líf mitt,“ segir Jane Fisher sem á dögunum setti upp ljósmyndasýningu með Íslandsmyndum í heimabæ sínum á Englandi. 

Segir al­gengan mis­skilning að læknar séu hátekjustétt

„Ef þú ert læknir sem er eingöngu að vinna dagvaktir þá eru útborguð laun tæplega að fara að duga til að standa skil á námslánum, hvað þá afborgunum af húsnæði og ýmsu öðru,” segir Hrafnhildur Hallgrímsdóttir en hún útskrifaðist úr læknisfræði á síðasta ári og er nú að ljúka sérnámsgrunnári á Landspítalanum.

„Fína konan“ skyndi­lega um­kringd fyllibyttum

Jóhanna Guðmundsdóttir var þriggja barna útivinnandi móðir og eiginkona í Bandaríkjunum þegar hún vaknaði upp við vondan draum. Eftir áralanga áfengisneyslu sem hafði undið upp á sig var hún komin á róandi lyf og hrædd um að missa börnin. Í dag leikur lífið við hana.

Átti erfitt með að kalla sig þolanda

„Ég get ekki ímyndað á hvaða stað ég væri í dag ef ég hefði ekki leitað til Stígamóta á sínum tíma. Sjálfsmyndin mín væri þá líklega ennþá svo brengluð, ég væri örugglega ennþá föst í þeirri hugsun að líkami væri bara sjálfsagður til afnota fyrir aðra,“ segir Heiða Valdís Ármann.

Mörgum finnst ó­þægi­legt að tala um fjár­málin sín

„Fjármál eru svo ótrúlega stór þáttur af lífi okkar. Af hverju að forðast þau? Viljum við ekki frekar reyna að leggja okkur fram í að skilja peninga og hvernig við getum notað þá? Það er nú einu sinni þannig að allt í lífinu er erfitt þegar við kunnum það ekki,“ segir Valdís Hrönn Berg fjárhagsmarkþjálfi.

„Þetta er eitt­hvað sem flugliðar vilja ekki viður­kenna“

„Mér líður eins og það sé meira hlustað á karla heldur en okkur. Til dæmis þegar við erum að segja þeim að gera eitthvað, eða biðja þau um að setjast niður eða eitthvað, þá hlusta þau meira á strákana heldur en okkur, taka þeim meira alvarlega,“ segir 26 ára íslensk kona sem starfar sem flugfreyja.

Ætla að veita Mikka eins gott líf og kostur er

Mikael Smári Evensen var þriggja ára gamall þegar hann var greindur með taugahrörnunar sjúkdóminn AT, eða ataxia telangiectasia en sjúkdómurinn leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið og leiðir til alvarlegrar færniskerðingar. Í sumarbyrjun í fyrra greindist Mikael Smári síðan einnig með bráðahvítblæði og er því í harðri krabbbameinsmeðferð, ofan á allt hitt.

Kom að heimilinu í ljósum logum

Heimili Helgu Skowronski og fjölskyldu hennar varð fyrir stórtjóni í seinasta mánuði þegar eldur kviknaði í húsi þeirra. Talið er að eldurinn hafi átt upptök sín í fitubakka undir útigrilli. Helga var nýlega byrjuð að koma sér fyrir í húsinu og segir erfitt að lýsa tilfinningunni sem fylgdi því að horfa upp á framtíðarheimilið í rjúkandi rúst.

Sjá meira