fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sökk á nokkrum mínútum úti fyrir Hvammstanga

Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum

Fiskistofa rannsakar að minnsta kosti sjö skip og báta vegna meints ólöglegs brottkasts

Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts

Vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í Vogabyggð

Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í nýju hverfi í Vogabyggð og spáir að það verði það mikill gleðigjafi. Hún segir að oft skapist mikil umræða og jafnvel gagnrýni um útilistaverk en umræðan um þetta verk í vetur hafi verið sérlega harkaleg.

Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að.

Ormar, hundar, kettir og fuglar blessuð í tilefni dagsins

Sumardagurinn fyrsti bar nafn með rentu í dag þegar gamalt hitamet féll og hiti mældist næstum fimmtán gráður á höfuðborgarsvæðinu. Margir mættu á hátíðarhöld í tilefni dagsins víða um borgina. Í Grasagarðingum var verkið Fyssa endurvígt og ormar, kettir, hundar og páfagaukar fengu blessun í Grafarholti.

Sjá meira