Íbúum á tjaldstæðinu í Laugardal boðinn leigusamningur Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. 17.11.2018 19:00
Dræm félagsleg þátttaka ungmenna af erlendum uppruna áhyggjuefni Málefni hópsins er rætt á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu. 17.11.2018 14:31
Geðheilbrigðismálum farið aftur um tuttugu ár Stjórnvöld fara ekki eftir aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum að sögn formanns Hugarafls. Brotið sé á stefnunni á margan hátt þrátt fyrir fögur fyrirheit. 17.11.2018 14:11
Notar dagblöð í stað plastpoka þegar hún hirðir upp eftir hundinn Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. 6.11.2018 19:00
Píratar ræða meint einelti innan flokksins Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar flokksins varðandi ráðningu starfsmanns án auglýsingar. 5.11.2018 22:05
Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. 5.11.2018 21:15
Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4.11.2018 19:00
Olíudæling að hefjast í Helguvíkurhöfn Fundað verður um næstu skref klukkan átta í kvöld. Áhöfn skipsins reyndi að komast um borð í dag til að sækja persónulegar eigur en fékk ekki að fara inn. Miklar varúðarráðstafanir eru á svæðinu á meðan verið er að dæla olíunni. 4.11.2018 15:26
Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4.11.2018 11:39
Vonast til að klára landganginn fyrir hádegi Síðdegis er von á þremur sérfræðingum hingað til lands til viðbótar við þá tvo sem fyrir eru frá hollenska fyrirtækinu Ardent sem er björgunarfyrirtæki. 4.11.2018 09:48