Formaður borgarráðs segir stöðu meirihlutans sterka Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum. 16.10.2018 21:57
Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. 14.10.2018 21:15
Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. 14.10.2018 13:36
Bandaríkjaher tilbúinn að hjálpa komi til hamfara Troy Roesti, undirofursti í landgönguliði Bandaríkjanna, hefur sinnt sinnt umfangsmiklum mannúðar- og björgunarstörfum víða um heim og er hingað kominn til að deila reynslu sinni. 13.10.2018 19:15
„Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5.10.2018 16:20
Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3.10.2018 20:00
Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu ári hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. 3.10.2018 11:53
Tókst að redda flugferð heim "Þegar ég las yfir Vísi í gær og sá að flugfélagið Primera Air var gjaldþrota spurði ég konuna mína hvort þetta væri ekki flugfélagið sem við ættum að fljúga heim með,“ segir Eggert Páll Einarsson sem er staddur í fríi á Tenerife. 2.10.2018 16:59
Hvatti sig upphátt áfram á erfiðum köflum í Góbí-eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir er fyrsta konan sem hefur klárað Góbí - eyðimerkurhlaupið á innan við hundrað klukkutímum eða á 97 klukkustundum og ellefu mínútum. Hún kom í mark um sex leitið í gærdag að okkar tíma en þá var klukkan um tvö að nóttu í eyðimörkinni. Hlaupið er eitt það erfiðasta í heimi en að þessu sinni taka um 60 manns þátt, 53 karlar og sjö konur. 2.10.2018 15:54
Moppuhaus með þráhyggju Í húsnæði gömlu fiskbúðarinnar á Freyjugötu þar sem nú er gallerí Harbinger gefur að líta afar forvitnilega og skemmtilega sýningu eða öllu heldur innsetningu sem nefnist Utan svæðis. 2.10.2018 13:23