Smám saman dregið úr kvikuvirkni Vísindamenn vita ekki að svo stöddu hvað veldur skjálftahrinu á Reykjanestá. Um er að ræða algengan skjálftastað og gæti hreinlega verið tilviljun að hún eigi sér stað á sama tíma og kvikuinnskot á sér stað á Reykjanesskaga. 19.3.2021 11:37
„Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12.3.2021 12:18
Margir leita til heilsugæslunnar vegna riðutilfinningar Margir hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna riðutilfinningar sem fylgir skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Forstjóri heilsugæslunnar segir þetta algengt í náttúruhamförum þar sem vöðvaspenna og svefntruflanir geti valdið ójafnvægi í líkamanum. 10.3.2021 19:17
Telur aðstæður nú ekki sambærilegar og síðasta haust þegar rakningu og sóttkví var beitt Sóttvarnalæknir segir að ekki sé búið að ná utan um hópsmitið þó enginn hafi greinst með veiruna innanlands í gær. Hann vinnur nú að tillögum til ráðherra um næstu aðgerðir og en segir ekki mikið svigrúm fyrir tilslakanir með þetta hópsmit hangandi yfir. 10.3.2021 12:02
Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. 28.2.2021 17:37
Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28.2.2021 16:59
Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28.2.2021 15:09
Í miðju símaviðtali við fréttamann þegar skjálftinn reið yfir Snarpur jarðskjálfti varð nú klukkan 11:32 og var yfir 4 að stærð, eftir upplýsingum frá Veðurstofunni. 28.2.2021 11:46
Él og lélegt skyggni geta gert ferðalöngum óleik Búist er við hvössum éljahryðjum um landið vestanvert í dag sem gætu gert ferðalöngum óleik. Veðrið verður hvað verst eftir hádegi og fram á kvöld. Veðurfræðingur segir von á hálku í vikunni. 28.2.2021 11:16
Tíu þúsund skjálftar frá því hrinan hófst á miðvikudag „Það hafa verið rúmlega 700 skjálftar frá miðnætti og það er bara svipað og síðustu nætur. Við vorum að taka saman fjöldann, nú eru skjálftarnir komnir yfir tíu þúsund frá 24. febrúar,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. 28.2.2021 09:34