Ráðherra heimsækir Suðurnesin vegna ástandsins Félagsmálaráðherra mun heimsækja Suðurnes öðru hvoru megin við helgina til að fara yfir stöðuna í þeim landshluta vegna mikils atvinnuleysis. 17 prósent eru án atvinnu á Suðurnesjum og nær fimmti hver atvinnulaus í Reykjanesbæ. 1.9.2020 12:23
Ekki stendur til að hætta siglingum þó öllum hafi verið sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs, 68 talsins, var sagt upp störfum í dag. Þar á meðal var framkvæmdastjóranum Guðbjarti Ellert Jónssyni sagt upp. 31.8.2020 16:13
„Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31.8.2020 11:53
Tryggingafélög taka Covid inn í áhættumat sitt Tryggingafélög hafa tekið Covid inn í áhættumat sitt vegna óvissuþátta um hugsanleg langtímaáhrif sjúkdómsins. 30.8.2020 22:00
Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30.8.2020 19:00
Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30.8.2020 13:18
Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29.8.2020 22:54
Staðan slæm á Suðurnesjum þar sem raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. 29.8.2020 18:30
Ekki þurfi að grípa til jafn harkalegra vaxtahækkana með fjölgun óverðtryggðra lána Með fjölgun óverðtryggðra lána á Seðlabankinn ekki að þurfa að hækka stýrivexti eins harkalega og áður til að bregðast við þenslu og verðbólgu að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. 28.8.2020 18:41
Rannsaka AirBnB-gögn umfangsmestu aðilanna Skattrannsóknastjóri hefur fengið gögn frá Airbnb á Írlandi um 25 milljarða króna greiðslur til þeirra sem leigja íbúðir sínar út á Íslandi. 27.8.2020 10:24