Félagsmenn samþykktu verkfall Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. 29.4.2023 12:27
Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29.4.2023 11:46
Myndaveisla: Backstreet Boys trylltu lýðinn í Laugardalnum Strákabandið Backstreet Boys hélt tónleika í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Fjöldi fólks var þar saman kominn og virtust allir vera að njóta í botn. 29.4.2023 10:58
Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29.4.2023 10:00
Brjóstgóð stytta fer fyrir brjóstið á Ítölum Stytta af hafmeyju í héraðinu Puglia, sunnarlega á Ítalíu, hefur vakið mikla athygli og segja einhverjir hana vera of ögrandi. Styttan var gerð af listnemum í skóla í nágrenninu. 29.4.2023 08:15
Bjartviðri og næturfrost Búist er við norðlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Bjart verður víða um land en þykknar upp sunnanlands seinni partinn með stöku skúrum eða éli suðaustanlands. 29.4.2023 07:48
Brennandi lampaskermur féll á rúmið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í 105 útköll með sjúkrabíla sína síðastliðinn sólarhring, þar af 23 í forgangi. Dælubílar fóru í sex útköll, þar á meðal vegna elds í mannlausu herbergi. 29.4.2023 07:40
Dyravörður réðst á gest á skemmtistað Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Dyravörður staðarins er grunaður um að hafa beitt gest ofbeldi. Ekki kemur fram hverjar aðgerðir lögreglu voru eða hvort slys voru á fólki. 29.4.2023 07:20
Fréttakviss vikunnar: Rihanna, Tucker Carlson og Fellabakarí Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 29.4.2023 07:00
Fátt um fína bíla á Íslandi Bílar sem myndu flokkast sem „ofurbílar“ á heimsvísu eru ekki margir hér á landi. Til eru tveir Ferrari-bílar á landinu, tveir Aston Martin og sex Maserati. Örfá önnur merki eiga fulltrúa nokkur eiga engan fulltrúa hér á landi. 29.4.2023 07:00