Hundur beit skokkara í lærið Klukkan rétt rúmlega fimm í gær barst lögreglu tilkynningu um hund sem hafði stokkið á mann sem var úti að hlaupa í Laugardalnum og bitið hann í lærið. Maðurinn hlaut minniháttar áverka og verður atvikið tilkynnt til MAST. 3.10.2022 06:15
Framsókn missir fjögur prósent milli mánaða Framsóknarflokkurinn mælist með 15,6 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem framkvæmd var dagana 16. til 27. september. Flokkurinn var með 19,6 prósent í ágúst en tapaða fylgið virðist dreifast á Samfylkinguna, Viðreisn og Vinstri græna. 29.9.2022 07:01
Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. 28.9.2022 21:11
Íbúar sofi með lokaða glugga Lögreglan á Austurlandi biður fólk á Egilsstöðum um að hafa glugga lokaða bæði í kvöld í nótt til að tryggja að reykur berist ekki inn í hús eftir stórfelldan bruna í bænum. Búið er að ná tökum á brunanum. 28.9.2022 20:45
Pétur ráðinn sölustjóri á veitingamarkaði hjá Banönum Pétur Smári Sigurgeirsson hefur verið ráðinn sölustjóri á veitingamarkaði hjá Banönum. Sem sölustjóri mun Pétur bera ábyrgð á sölu og vöruþróun á veitingamarkaði og sitja í framkvæmdaráði Banana. 28.9.2022 20:26
„Þau hafa gott af þessu“ Margrét Danadrottning segir að barnabörn hennar sem svipt voru titlum sínum fyrr í dag hafi gott af því. Börn Jóakims Prins munu í framtíðinni ekki bera titlana prinsar og prinsessur en fá enn að vera greifar og greifynjur af Monpezat. 28.9.2022 19:20
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds Lögreglan krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir einum þeirra sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við mögulega hryðjuverkaógn. Búið er að boða til blaðamannafundar á morgun klukkan þrjú. 28.9.2022 18:23
Þorsteinn og Þórhallur skipaðir héraðsdómarar Dómsmálaráðherra hefur skipað Þorstein Magnússon og Þórhall Hauk Þorvaldsson í embætti héraðsdómara. Þorsteinn mun hafa starfsstöð við héraðsdóm Reykjavíkur og Þórhallur við héraðsdóm Reykjaness. Þeir hefja störf 1. október næstkomandi. 28.9.2022 17:31
Opna þakið á þeim hluta sem brennur ekki Mikill eldur logar í húsnæði Vasks á Egilsstöðum. Vaskur er þvottahús, efnalaug og verslun með hreinlætisvörur, skrifstofuvörur, hljóðfæri, víngerðarefni, búsáhöld, leikföng og hannyrðavörur. Þvottahús er í húsinu þar sem talið er líklegt að eldurinn hafi komið upp. 28.9.2022 16:53
Neytendasamtökin misskilji dóma um Google Analytics Þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera segir það ekki rétt að Google Analytics hafi verið bannað í nokkrum Evrópuríkjum. Persónuvernd eigi að gefa út leiðbeiningar en ekki banna tólið. 28.9.2022 06:02