Tveir alvarlega slasaðir eftir rússíbanaslys í Lególandi Alls eru 34 slasaðir, þar af tveir alvarlega, eftir rússíbanaslys í bænum Günzburg í suðurhluta Þýskalands. Öllum farþegum rússíbanans bauðst áfallahjálp eftir slysið. 11.8.2022 17:41
Virðast hafa komið hingað til lands einungis til að svíkja fé Rannsókn lögreglu á fjársvikamáli sem viðskiptavinir Landsbankans urðu fyrir í síðasta mánuði miðar vel. Talið er að hópur brotamanna hafi verið að verki en framkvæmdar hafa verið bæði handtökur og húsleitir við rannsóknina. 11.8.2022 17:20
Þúsundir manna þurft að flýja heimili sín í Frakklandi Alls hafa um tíu þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Frakklandi vegna mikilla skógarelda. Íbúar Gironde-svæðisins hafa þurft glíma við fjölda elda í ágústmánuði. 10.8.2022 23:58
Tveir unnu fimm milljónir á sama miðanúmeri Tveir einstaklingar með sama miðanúmer unnu fimm milljónir hvor í ágústútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ). Allt að fjórir geta átt miða með sama miðanúmeri. 10.8.2022 23:08
Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10.8.2022 22:38
Sölvi Tryggvason snýr aftur með fjóra þætti Fjórir nýir þættir af hlaðvarpinu Podcast með Sölva Tryggva eru komnir á áskriftarsíðu Sölva sem sett var í loftið nýlega. Sölvi hefur ekki birt nýjan þátt síðan tvær konur sökuðu hann um ofbeldi í maí á síðasta ári. 10.8.2022 22:22
Disney hækkar verðið fyrir þá sem vilja engar auglýsingar Áskrift hjá streymisveitu Disney, Disney+, kemur til með að hækka í verði á næstunni. Þá verður ný ódýrari áskriftarleið kynnt til sögunnar en þar þurfa áskrifendur að horfa á auglýsingar. 10.8.2022 21:00
Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10.8.2022 20:09
Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10.8.2022 20:05
Kærasti Kim Wall óánægður með framgöngu fjölmiðla Ole Stobbe, kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem myrt var árið 2017, er ekki ánægður með hversu langt fjölmiðlar gengu í fréttaumfjöllun um morðið á Wall. Líf hans snúi enn um málið, fimm árum seinna. 10.8.2022 19:26