Segja niðurstöður rannsóknar á grameðlum rangar Rannsókn frá jarðvísindadeild Edinborgarháskóla sýnir fram á að þeir steingervingar sem hafa fundist af grameðlum komi ekki frá þremur tegundum eðlunnar líkt og greint var frá í tímaritinu Evolutionary Biology í mars á þessu ári. Steingervingarnir sem voru rannsakaðir komi vissulega frá misstórum dýrum en eðlurnar voru, rétt eins og við mannfólkið, til í fleiri stærðum og gerðum en einni. 26.7.2022 10:26
The Omen og Titanic-leikarinn David Warner er látinn Leikarinn David Warner er látinn, áttatíu ára að aldri. Warner er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Omen, Titanic, Tron og sjónvarpsmyndinni A Christmas Carol. 26.7.2022 08:35
Nóbelsverðlaunahafinn David Trimble er látinn Norður-Írinn David Trimble er látinn. Trimble hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 ásamt John Hume fyrir þeirra þátttöku í gerð Good Friday-sáttmálans. 26.7.2022 08:11
Hornfirðingar una ekki úrskurði innviðaráðuneytisins Hornfirðingar ætla ekki að una úrskurði innviðaráðuneytisins sem segir að sveitarfélagið hafi brotið lög þegar lóðarhöfum einum við Hagaleiru var synjað um að fá gatnagerðargjöld felld niður. 26.7.2022 07:31
Sveppahringur slær heimsmet Indverska fyrirtækið SWA Diamonds hefur skráð sig í heimsmetabók Guinness fyrir flesta demanta á einum hring. Á nýjasta hring þeirra eru 24.679 demantar. 25.7.2022 16:08
Örn Arnar nýr sparisjóðsstjóri Suður-Þingeyinga Örn Arnar Óskarsson hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Örn þekkir vel til á starfssvæðinu en hann ólst upp á Kópaskeri. 25.7.2022 15:03
Árásargjarni innbrotsapinn hættir ekki og gæti átt sér vitorðsapa Árásargjarn api sem hefur brotist inn til fólks í borginni Yamaguchi í Japan hefur ekki enn náðst og halda árásir hans áfram. Alls hafa 42 lent í klóm apans á síðustu vikum. 25.7.2022 14:10
Stjórnarandstæðingur handtekinn í Rússlandi Rússneski stjórnmálamaðurinn Leonid Gozman var í dag handtekinn af lögregluþjónum í Moskvu. Gozman er leiðtogi stjórmálaflokksins Bandalag hægriafla. 25.7.2022 12:45
Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. 25.7.2022 11:29
Björguðu fjórtán ára strák frá drukknun með aðstoð dróna Lífvörðum á strönd borgarinnar Gandia á Spáni tókst að bjarga fjórtán ára strák frá drukknun með því að notast við dróna. Drengurinn var sendur á spítala eftir atvikið en var útskrifaður þaðan innan við sólarhring seinna. 25.7.2022 11:10