Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Svo leiðin­legt að pæla hvað öðru fólki finnst“

„Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið.

Árin hjá Spotify ævin­týri líkust

„Það var svolítið stórt stökk að vera allt í einu fluttur til London og farinn að vinna hjá Spotify. Þú þarft að hafa mikinn kjark og trúa að þú sért nógu góður en loddaralíðanin er alltaf smá óumflýjanleg,“ segir hönnuðurinn Orri Eyþórsson. Orri hefur komið víða við í heimi hönnunar og búið meira og minna erlendis síðastliðinn áratug. Hann er fluttur til Íslands og farinn að starfa hjá Reon eftir ævintýrarík ár hjá risafyrirtækinu Spotify en hann ræddi við blaðamann um þessi ævintýri.

Grindavík sigur­sæl er­lendis

Þættirnir Grindavík hafa farið sigurför um heiminn en serían var í fjórða sinn að vinna til verðlauna í síðustu viku á hátíðinni Cannes Film Awards. 

„Öruggt at­hvarf fyrir hin­segin sam­fé­lagið“

Það var líf og fjör þegar ljósmyndasýningin Að-drag-andi opnaði í hommalegustu blómabúðininni í bænum á dögunum. Margir lögðu leið sína í Grímsbæ til að virða einstakar ljósmyndir Írisar Ann fyrir sér.

„Aldrei grátið jafn mikið af gleði“

„Sigga langaði í sveitabrúðkaup og mig langaði að vera í fallegum hælum og skvísa yfir mig svo við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu á fyrsta degi. En svo fórum við til Ibiza í fyrsta skipti í september í fyrra og urðum ástfangin af eyjunni,“ segir búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza á dögunum. Blaðamaður ræddi við Sylvíu um ævintýrið.

Súrrealísk upp­lifun í prinsessuleik í Ver­sölum

„Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, betur þekkt sem Heiða. Hún skellti sér á mjög svo einstakan viðburð í Versölum fyrir utan París nú á dögunum.

Stálu senunni í París

Menningarhöfuðborgin París iðar af tískulífi um þessar mundir og stærstu stjörnur heims láta sig ekki vanta á sjóðheitar sýningar tískurisa á borð við Louis Vuitton. 

Ástin kviknaði á Humarhátíð

Söngkonan og Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir fagnar tímamótum í dag þar sem hún og kærasti hennar Róbert Andri Drzymkowski hafa verið ástfangin í akkúrat tvö ár.

„Þetta er auð­vitað klisja en hann var full­kominn“

„Við Dalli erum ekki þekkt fyrir hálfkák svo við ákváðum snemma að taka dansinn alla leið og tókum Dirty Dancing,“ segir Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir. Hún og hennar heittelskaði Dalmar Ingi Daðason gengu í hjónaband núna í júní og vissu strax að þau vildu halda miðbæjarbrúðkaup. Sólin var heiðursgestur allan daginn og dagurinn algjörlega fullkominn.

Sjá meira