387 störfuðu að jafnaði hjá þeim fyrirtækjum sem urðu gjaldþrota Samtals voru 149 fyrirtæki sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins tekin til gjaldþrotaskipta í mars. Af þeim voru 25 með launþega í fyrra samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, sem er 36% fækkun frá mars 2020. 27.4.2021 12:56
Bein útsending: Umhverfisvæn steypa Ólafur Wallevik, prófessor við iðn- og tæknifræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um kolefnisspor steypu og hvernig má þróa hana svo hún verði með vistvænustu byggingarefnum sem Íslendingar eiga kost á. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. 27.4.2021 11:55
Svandís kynnti áætlun um afléttingar samkomutakmarkana Reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar er nú hafinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á dagskránni er kynning Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á áætlun um afléttingar samkomutakmarkanna næstu mánuði. 27.4.2021 10:06
Ofbeldi gegn barni á leikskóla til rannsóknar hjá lögreglu Lögregla rannsakar nú mál starfsmanns á leikskólanum Sólborg í Sandgerði sem sakaður er um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Starfsmanninum hefur verið vikið frá störfum og var málið kært til lögreglu. 26.4.2021 16:10
Bein útsending: Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi afhent Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi verða veitt í tólfta sinn við hátíðlega athöfn á Grand Hótel klukkan 16 í dag. Árlegu verðlaunin eru veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði og verður hægt að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi hér á Vísi. 26.4.2021 15:30
Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26.4.2021 11:38
Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 2,5 prósent í fyrra Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%. 26.4.2021 10:44
Hlíðarbúar vilja smurbrauð í stað smurolíu Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum. 23.4.2021 20:25
Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. 23.4.2021 15:43
Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. 23.4.2021 13:47