Bein útsending: Mun gervigreindin breyta öllu? Ólafur Andri Ragnarsson, Yngvi Björnsson, Hannes Högni Vilhjálmsson og Kristinn R. Þórisson, munu ræða um gervigreind, hvað þeir eru að vinna við og hvernig þeir spá fyrir um þróunina næstu árin á fyrirlestri Háskólans í Reykjavík. 9.4.2021 11:30
Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. 8.4.2021 17:14
Sjaldgæfur hvalreki í Eyjafirði vakti athygli Norðsnjáldri af ætt svínhvala fannst rekinn dauður í síðustu viku skammt sunnan við Grenivík í Eyjafirði. Dánarorsök er ókunn en hvalrekinn er sagður teljast til tíðinda þar sem aðeins er vitað um átta önnur tilvik hér við land frá því að skráningu hófst með skipulögðum hætti. 8.4.2021 16:39
Býður sig aftur fram í formannsstólinn Eyjólfur Árni Rafnsson gefur áfram kost á sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) en hann tók við formannsstólnum árið 2017. 8.4.2021 14:43
Kaupir bréf í Arion banka fyrir um milljarð króna Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er kominn í hóp um þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka eftir að hafa keypt bréf í bankanum fyrir um milljarð króna. 8.4.2021 13:45
Borgin afléttir ekki kvöð um litla grasflöt og berjarunna þrátt fyrir mótmæli Reykjavíkurborg ætlar ekki að aflétta kvöð í skipulagi Vogabyggðar um græn svæði innan einkagarða íbúða. Málið varðar sérafnotareiti íbúa í hinu nýja hverfi en Vísir fjallaði í janúar um óánægju Guðmundar Heiðars Helgasonar sem fékk ekki leyfi til að stækka pallinn fyrir aftan íbúð sína. 8.4.2021 13:06
Skammaðist sín fyrir að hafa unnið í íslenskum banka Þegar hagfræðingurinn Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hætti að vinna í íslenska bankakerfinu árið 2009 lofaði hún sjálfri sér að vinna aldrei framar í fjármálageiranum. Hún starfaði í greiningardeild Landsbankans á árunum 2007 til 2009 og segir það hafa verið mikinn skóla að upplifa þar hátind góðærisins, fjármálahrunið og eftirmála þess. 8.4.2021 07:31
Stutt í milliríkjadeilu þegar Bragi flaggaði fána Norður-Kóreu Það varð uppi fótur og fit í gestamóttöku Hótels Sögu í lok september árið 2002 þegar snör handtök komu í veg fyrir milliríkjadeilu. 7.4.2021 22:22
Engar breytingar á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi Ekki verða gerðar breytingar á notkun AstraZeneca bóluefnisins hérlendis í kjölfar þess að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) gaf út að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með efninu. 7.4.2021 16:46
Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrtivörulínu Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir. 7.4.2021 16:00