Stjórnvöld vinna að því að flytja íslenska fjölskyldu frá Wuhan í Kína Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að komast heim vegna COVID-19 veirunnar. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar. 20.2.2020 17:45
Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. 18.2.2020 23:30
Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18.2.2020 21:29
Vilja fara ólíkar leiðir til þess að bæta kjör félagsmanna Eflingar Staðan í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar var til umræðu á fundi borgarstjórnar sem stóð enn yfir á sjöunda tímanum í kvöld. Sumir borgarfulltrúar minnihlutans tóku mjög virkan þátt í þeirri umræðu í dag en athygli vakti að enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þar til máls. 18.2.2020 20:58
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18.2.2020 20:15
Ný gögn í Sönnum íslenskum sakamálum gætu leitt til endurupptöku rannsóknar á óhugnanlegu morði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið nú kanna hvort tilefnisé til að hefja aftur rannsókn á óupplýstu morði sem átti sér stað árið 1968 í kjölfar nýrra vísbendinga. Sú vinna sé þó einungis á byrjunarstigi. 18.2.2020 19:30
Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18.2.2020 18:19
Margrét kjörin formaður FÍR fyrst kvenna Margrét Halldóra Arnarsdóttir var í dag kjörin formaður Félags íslenskra rafvirkja, fyrst kvenna. Margrét hlaut afburðakosningu og mun taka við sem formaður á aðalfundi félagsins í apríl næstkomandi. 17.2.2020 23:36
Ferðamaðurinn á Sólheimasandi fundinn Lögreglan á Suðurlandi óskaði í kvöld eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu við að leit á manninum sem hafði verið með hópi ferðamanna en ekki skilað sér til baka. 17.2.2020 22:24
Engin áform um hækkun hámarkshraða á næstu árum Engin áform eru af hálfu Vegagerðarinnar um að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 kílómetra á klukkustund næstu árin. Enginn vegur á Íslandi uppfyllir nú skilyrði laga fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. 17.2.2020 22:00