Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. 12.12.2019 18:30
Bjargað af ísköldum bænum ásamt tveimur ungum dætrum Ingveldur Ása Konráðsdóttir, bóndi á Böðvarshólum í Vestur-Hópi á austanverðu Vatnsnesi, kveðst afar hugsi yfir því hversu lengi rafmagnsleysið á Norðurlandi vestra hefur varað. 12.12.2019 06:30
Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11.12.2019 20:45
Sjór flæddi inn í íbúðina: „Hér er bara allt í klessu“ Mikið tjón varð á húsnæði gistihússins Blábjargar á Borgarfirði eystra þegar sjór flæddi inn í íbúð 11.12.2019 18:54
Einn versti sólarhringur í sögu Landsnets: Hægt gengur að koma flutningskerfi í samt horf Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu síðasta sólarhringinn. 11.12.2019 18:15
Skotárásin í Flórída á föstudag rannsökuð sem hryðjuverk Skotárásin sem átti sér stað síðasta föstudag í herstöð bandaríska flughersins í bænum Pensacola í Flórída er nú rannsökuð sem hryðjuverk. 8.12.2019 23:38
Fimm ára barn gekk 800 metra í nístingsfrosti með ungabarn Fimm ára barn yfirgaf heimili sitt og gekk um 800 metra utandyra í nístandi frosti með átján mánaða gamalt systkini sitt í þorpinu Venetie í Alaska-ríki á þriðjudag. 8.12.2019 22:33
Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8.12.2019 20:34
Verður að öllum líkindum yngsti forsætisráðherra í heimi Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. 8.12.2019 19:00
Rapparinn Juice Wrld lést í dag einungis 21 árs Heilbrigðisyfirvöld í Illinois-ríki í Bandaríkjunum hafa staðfest fregnir af andláti bandaríska rapparans Jarad Anthony Higgins, sem gekk undir nafninu Juice Wrld. Higgins var 21 árs. 8.12.2019 18:13