Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sam­keppnis­eftir­litið sam­þykkir kaup Ra­pyd á Valitor

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna ísraelska fjártæknifyrirtækisins Rapyd og íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Tilkynnt var í byrjun júlí 2021 að Rapyd vildi kaupa allt hlutafé í félaginu af Arion banka fyrir 100 milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarða ís­lenskra króna. 

Höfðu af­skipti af manni sem sagðist vera í sól­baði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að grjóti hefði verið kastað í rúðu þannig að hún brotnaði og flugelda í kjölfarið hent inn um gluggann. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en að hennar sögn er ekki vitað hver framdi verknaðinn.

Nýr Friðrik kominn í fjölskylduna

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir eignuðust sitt fjórða barn á dögunum en fyrir áttu þau einn son og tvær dætur.

Miklar lækkanir í Kaup­höll ekki í sam­ræmi við raun­veru­leikann

Miklar verðlækkanir hafa sést í Kauphöllinni frá því í byrjun maí samhliða lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Greinandi furðar sig á þessari þróun og segir engar forsendur vera fyrir álíka lækkunum hér í ljósi þess að horfur séu mun betri á flesta mælikvarða.

Vaktin: Rússar hafa náð yfirráðum í Azovstal

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sakað Rússa um að „vopnavæða“ matvælaöryggi í heiminum en Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, segir Rússa ekki munu greiða fyrir útflutningi frá Úkraínu nema gegn afléttingu refsiaðgerða. „Þannig virka hlutirnir ekki, við erum ekki fávitar,“ sagði hann í gær.

Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir

Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því.

Sjá meira