Boris boðar til blaðamannafundar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til blaðamannafundar nú síðdegis þar sem líklegt þykir að hann boði hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins 31.10.2020 16:24
Hefja undirskriftasöfnun til að sýna fjölskyldunni stuðning Vinir fjölskyldunnar sem vísa á að óbreyttu úr landi eftir sex ára dvöl hérlendis hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun til stuðnings fjölskyldunni. 31.10.2020 15:47
Skemmdarverk á strætóskýlum algengt en sorglegt vandamál „Þetta er bara ótrúlega sorglegt og ótrúlega leiðinlegt og maður skilur ekki alveg hvað vakir fyrir þeim sem gera svona,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó í samtali við Vísi. 31.10.2020 15:26
Steingrímur hættir í pólitík Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. 31.10.2020 14:35
Íþróttir óheimilar en Golfsambandið greinir stöðuna Viðbragðshópur Golfsambands Íslands vinnur nú að því að „greina stöðuna“ í kjölfar strangari sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld kynntu í gær og tóku gildi á miðnætti. Samkvæmt hertum reglum er allt íþróttastarf óheimilt. 31.10.2020 13:52
Búist við snjókomu og hríðarveðri á fjallvegum Hríðin kemur til vegna lægðar sem nú fer norður með Austurlandi að því er segir í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi Vegagerðarinnar. 31.10.2020 13:15
„Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. 31.10.2020 12:33
Mistök og hneyksli varpa skugga á opnun nýs alþjóðaflugvallar í Berlín Þegar hafa verið gerðar sjö misheppnaðar tilraunir til að taka völlinn í notkun en saga flugvallarins þykir einkennast af ítrekuðum mistökum og klúðri og þykir eitt allsherjar hneyksli. 31.10.2020 12:09
Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28.10.2020 23:32
Samþykkja sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum fyrir 3,5 milljarða Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að selja 15,42% hlut í HS Veitum hf. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. 28.10.2020 22:57