Rapparinn Kodak Black meðal særðra eftir skotárás í Kaliforníu Þrír einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás í Kaliforníu í dag en meðal þeirra sem þurfti að flytja á spítala vegna skotsárs var bandaríski rapparinn Kodak Black. 12.2.2022 21:27
Guðmundur Árni leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fór fram með rafrænum hætti í dag en Guðmundur Árni Stefánsson kemur til með að leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. 12.2.2022 19:35
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. Ítarlega verður fjallað um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. 12.2.2022 18:00
Tilkynnt um þekktan brotamann með skammbyssu í fórum sínum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um að þekktur brotamaður hafði í för með sér skotvopn í Kópavogi en að því er kemur fram í dagbók lögreglu var talið að maðurinn væri með skammbyssu. 12.2.2022 17:18
Fara ekki inn í bústaðinn í kvöld Eldur kom upp í húsi skammt frá Hafravatni fyrr í dag en búið var að slökkva eldinn á tíunda tímanum í kvöld. Bústaðurinn er ónýtur en slökkvilið telur ólíklegt að einhver hafi verið inni þegar eldurinn kom upp. 12.2.2022 16:42
Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11.2.2022 22:45
Hnoðaði föður sinn til lífsins: „Ég ætlaði ekkert bara að horfa á pabba fara þarna“ Ung kona sem bjargaði lífi föður síns með því að beita skyndihjálp þegar hann fór í hjartastopp er Skyndihjálparmaður ársins 2021. Hún segir skyndihjálparnámskeið sem hún sótti hafa skipt sköpum en þökk sé snöggum viðbrögðum hennar er faðir hennar við fulla heilsu í dag. 11.2.2022 20:50
Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10.2.2022 15:00
Fjórtán prósent grunnskólabarna fjarverandi vegna veikinda í síðustu viku Töluverður fjöldi grunnskóla- og leikskólanemenda voru fjarverandi vegna veikinda í skólum í Reykjavík í síðustu viku en um 12,4 prósent leikskólabarna voru fjarverandi og 14 prósent grunnskólabarna. Þetta kemur fram í svari skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu. 10.2.2022 13:24
Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10.2.2022 11:17
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent