Segir Rússa hafa rænt áhrifavaldinum sem lifði af árásina á fæðingarspítalann Fréttaritarinn Thomas van Linge segir að úkraínsku konunni, sem lifði af árás Rússa á fæðingarspítala í Maríupól, hafi verið rænt af Rússum. Hún sé ein þeirra mörgu flóttamanna sem Rússar hafi beint frá Maríupól til Rússlands þvert á samninga. 2.4.2022 16:46
Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2.4.2022 16:20
Harry Styles með nýjan slagara í fyrsta sinn í tvö ár Tónlistarmaðurinn Harry Styles hefur gefið út nýtt lag, það fyrsta í tvö ár. Lagið og tónlistarmyndbandið sem fylgir því var frumsýnt í gær á Youtube og hefur þegar fengið meira en 21 milljón áhorf. 2.4.2022 14:14
Rás 2 hljóp apríl með viðtali við sambandsráðgjafa hinsegin gæludýra Þáttastjórnendur Síðdegisútvarpsins á Rás 2 hlupu heldur betur apríl í gær þegar þeir tóku viðtal við sambandsráðgjafann Sigrúnu Jónsdóttur, sem sérhæfir sig í sambandsráðgjöf fyrir eigendur hinsegin dýra. 2.4.2022 13:21
Breyta Strætóleiðum sem aka nú styttra eða með lengra millibili Breytingar hafa verið gerðar á kvöldferðum Strætóleiða númer 7, 11, 12, 15, 19, 22, 23, 28, 35 og 36. Breytingarnar spara rúmlega 200 milljónir í rekstri Strætó sem hefur verið mjög þungur á tímum heimsfaraldurs. 2.4.2022 11:24
Vara við fuglaflensu sem berist líklega til landsins með vorinu Ekkert lát er á útbreiðslu skæðrar fuglaflensu í Evrópu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Sérstakar reglur um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að flensan berist í íslenska fugla hafa verið setttar í gildi. 2.4.2022 10:48
Lægð nálgast landið eftir viku af góðviðri Eftir fremur hægviðrasama viku nálgast lægð landið úr suðvestri með suðaustan strekking og rigningu. 2.4.2022 09:35
Víðtækar lokanir í miðbæ vegna kvikmyndatöku fyrir Netflix Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur verða við störf í miðbæ Reykjavíkur um helgina við tökur á kvikmyndinni Heart of Stone fyrir streymisveituna Netflix. Kvikmyndatökunum fylgja víðtækar lokanir, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur. 30.3.2022 15:35
Reykjanesbraut í stokk og nýr miðbær við Smára Reykjanesbraut verður lögð í stokk, Fífuhvammsvegur og Skógarlind færast upp á yfirborðið og mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi myndast við Smárahverfi í Kópavogi. Þetta mun allt gerast á svæðinu samkvæmt vinningstillögu hugmyndasamkeppni um uppbyggingu Kópavogs sem kynnt var í dag. 30.3.2022 15:18
Foreldrarnir hafa tekist á fyrir dómstólum í Noregi og á Íslandi Íslensk kona, sem nam þrjá syni sína á brott af heimili þeirra í Noregi á mánudag, var árið 2020 dæmd af norskum dómstólum í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa meinað föðurnum að hitta börnin. 30.3.2022 14:57
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið