„Erfitt að sjá fólk sem í ofsareiði og af óskiljanlegum ástæðum vill tortíma okkur“ Sendiherra Úkraínu í Finnlandi og Íslandi kallar eftir því að íslensk stjórnvöld slíti stjórnmálasambandi við Rússland og vísi rússneska sendiherranum úr landi. Hann voni að rússneskur almenningur geri uppreisn annars verði skömmin og blóð Úkraínumanna á þeirra höndum næstu aldirnar. 26.2.2022 16:01
„Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26.2.2022 09:30
Nato sendir hermenn til nágrannaríkja Úkraínu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nato, sagði í yfirlýsingu seint í gærkvöldi að bandalagið sé að senda viðbragðsveitir, reiðubúnar til bardaga, til nágrannalanda Úkraínu og muni þar að auki halda áfram að senda Úkraínumönnum vopn, þar á meðal loftvarnir. 26.2.2022 08:39
Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. 26.2.2022 07:37
Mikill erill fyrstu djammnóttina eftir afléttingar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók hennar. Sextíu og átta mál voru skáð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Þrír gistu fangageymslur og níu ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum. 26.2.2022 07:17
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25.2.2022 10:24
Stjórnvöld hvetja íbúa til að berjast gegn Rússum með bensínsprengjum Rússneski herinn er nú kominn inn í Obolon-hverfið í Kænugarði, um níu kílómetra norður af þinghúsinu í miðborg Kænugarðs. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt íbúa til að berjast gegn innrásarhernum, meðal annars með því að útbúa bensínsprengjur. 25.2.2022 08:52
Heldur til í sprengjuskýli: Bardagar allt í kring um borgina Íbúar í Kænugarði, sem hafa ekki flúið borgina, eru nú margir í sprengjuskýlum vegna árása Rússa í morgun. Rússar hófu árásir af fullum krafti um klukkan fjögur í nótt en tvær íbúðabyggingar í Kænugarði urðu fyrir rússneskri þotu sem var skotin niður og eru nú rústir einar. 25.2.2022 07:54
Vaktin: Hart barist í Kænugarði Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25.2.2022 06:54
Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25.2.2022 06:49
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent