Hádegisfréttir Bylgjunnar Landspítala verður veitt aukið fjármagn til að ráða inn fleira starfsfólk á gjörgæsludeild. Forstöðumaður gjörgæslunnar fagnar því að stjórnvöld hafi hlustað á ákall spítalans og segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir deildina. 1.9.2021 11:37
Tóku þátt í herferð um framlínufólk í heimsfaraldri en enduðu í sóttkví Allir sem tóku þátt í myndatöku fyrir nýja herferð Bandalags háskólamanna, Læknafélags Íslands og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga enduðu í sóttkví eftir að einn þátttakenda greindist smitaður af kórónuveirunni. Herferðinn fjallar um mikilvægi háskólamenntaðra í heimsfaraldri, fólks sem staðið hefur framlínuvakt á tímum Covid. 1.9.2021 11:33
Grímuskyldan afnumin í Bónus Frá og með deginum í dag verður ekki grímuskylda í verslunum Bónus. Framkvæmdastjóri Bónus segist finna fyrir mikilli grímuþreytu meðal almennings. 1.9.2021 11:28
67 greindust smitaðir í gær Síðasta sólarhringinn greindust 67 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 38 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 29 var utan sóttkvíar. 1.9.2021 10:57
Tommi á Búllunni og Kolbrún leiða lista Flokks fólksins í Reykjavík norður Flokkur fólksins hefur kynnt framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Tómas A. Tómasson, eða Tommi kenndur við Búlluna, leiðir lista flokksins í kjördæminu. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og sálfræðingur, skipar annað sæti á listanum. 1.9.2021 10:17
Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann er ákærður fyrir að hafa meðal annars staðið að innflutningi tæpra 660 gramma af kókaíni, fyrir vörslu fíkniefna og peningaþvætti. 1.9.2021 09:21
Ragnheiður Erlingsdóttir nýr framkvæmdastjóri Zik Zak Ragnheiður Erlingsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Zik Zak. Hún tekur við starfinu af Skúla Malmquist, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins í júlí. 31.8.2021 15:47
Sjúkraþjálfarar þurfa ekki tveggja ára reynslu til að fá samning við SÍ Heilbrigðisráðherra hefur fellt úr gildi skilyrði um það að sjúkraþjálfarar þurfi að hafa starfað í tvö ár eftir löggildingu í 80 prósent starfi til að fá samning við Sjúkratryggingar Íslands. 31.8.2021 15:38
Kanada tekur við fimm þúsund afgönskum flóttamönnum Kanada mun taka á móti fimm þúsund afgönskum flóttamönnum og koma þeim fyrir í Kanada, sem komust frá Afganistan með hjálp Bandaríkjanna. Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Afganistan í morgun eftir tuttugu ára hersetu í landinu. 31.8.2021 15:24
Lögregla kölluð til að höfuðstöðvum KSÍ Lögreglan var kölluð til að höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag þegar maður gekk þar inn og hafði í hótunum í starfsfólk. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 31.8.2021 14:48