„Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ „Mín svona fyrsta tilfinning er að við, heilbrigðisstarfsmenn, þurfum meiri þjálfun í að eiga í samskiptum,“ segir Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítalanum, um reynslu sína af starfinu. 19.9.2025 07:09
Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Talíbanastjórnin í Afganistan hefur bannað notkun kennslubóka eftir konur í háskólum landsins, auk þess sem átján fög hafa verið bönnuð. Fögin, sem mörg varða konur, jafnrétti eða mannréttindi, eru sögð ganga gegn trúnni og stefnu stjórnvalda. 19.9.2025 07:03
Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt þegar húsráðandi leitaði aðstoðar vegna einstaklings sem hafði farið inn á heimilið, klætt sig úr fötunum og sofnað í stól. 19.9.2025 06:32
3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Skjálfti af stærðinni 3,9 mældist í norðaustanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 4:44 í morgun. Einn eftirskjálfti hefur mælst. 19.9.2025 06:11
Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að kjötvinnsla í vöruhúsinu að Álfabakka 2a skuli ekki háð umhverfismati. 18.9.2025 11:32
Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Íbúar á Stöðvarfirði þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn, þar sem öll sýni „komu vel út“ eftir sýnatöku á þriðjudag. Frá þessu greinir í tilkynningu frá skrifstofu bæjarstjóra Fjarðabyggðar. 18.9.2025 08:51
80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Gert er ráð fyrir að um 800.000 manns muni taka þátt í mótmælum í Frakklandi í dag, þar sem um 250 mótmælagöngur hafa verið skipulagar út um allt land. 18.9.2025 08:31
Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte Macron munu leggja fram myndir og vísindaleg sönnunargögn fyrir dómstól í Bandaríkjunum til að sanna að Brigitte sé líffræðilega kona. 18.9.2025 07:28
Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Um það bil 5.000 íbúðir voru á sölu í upphafi septembermánaðar en um er að ræða tvöföldun frá upphafi árs 2023. Þar af voru nýjar íbúðir um 2.000 en um helmingur þeirra hafði verið óseldur í meira en 200 daga. 18.9.2025 06:46
Ógnaði öðrum með skærum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna líkamsárása í nótt og þá var einstaklingur handtekinn eftir að hafa viðhaft ógnandi hegðun með skærum á skemmtistað. 18.9.2025 06:30