Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Stjórnvöld í Taívan hyggjast reisa loftvarnahjúp til að vernda landið gegn utanaðkomandi ógnum. Þetta tilkynnti William Lai, forseti Taívan, degi eftir að stjórnvöld vöruðu við því að Kínverjar ynnu að því að auka getu sína til að ráðast á landið. 10.10.2025 07:47
Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10.10.2025 06:56
Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir fulla ástæðu til að hafa umtalsverðar áhyggjur af vanfjármögnun lögbundinna verkefna spítalans. 9.10.2025 07:51
Von um frið en uggur um efndir Yfirlýst samkomulag milli Ísraels og Hamas um fyrsta áfanga friðarsamninga hefur vakið vonir um tímamót á Gasa en margt er óljóst og framhaldið háð því að báðir aðilar standi undir væntingum. 9.10.2025 06:36
Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður með blæðandi sár á höfði á bar í miðborg Reykjavíkur. Í ljós kom að um slys var að ræða en viðkomandi fékk aðhlynningu sjúkraliðs. 7.10.2025 06:17
Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrverandi eigandi PPP, hefur freistað þess að fá aftur muni sem lögregla lagði hald á í húsleitum á heimili hans en ekki haft erindi sem erfiði. 6.10.2025 07:46
Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Ný ríkisstjórn hefur verið valin í Frakklandi en fjármálaráðherra verður Roland Lescure, náinn bandamaður Emmanuel Macron Frakklandsforseta og fyrrverandi meðlimur Sósíalistaflokksins. 6.10.2025 07:15
Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Ráðist var á mann með hníf og honum veittir stunguáverkar í póstnúmerinu 104 í gærkvöldi eða nótt. Maðurinn var ekki alvarlega slasaður en fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 6.10.2025 06:32
Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Stjórnir Íslandsbanka hf. og Skaga hf. hafa samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og hefur skilmálaskjal verið undirritað af hálfu beggja aðila. 6.10.2025 06:25
Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Todd Arrington, forstöðumaður Dwight D. Eisenhower forsetabókasafnsins, hefur verið neyddur til að segja af sér. Það hefur vakið nokkra athygli að það gerðist í kjölfarið á því að hann neitaði forsetanum um sverð til að gefa Karli III Bretakonungi. 3.10.2025 09:18