Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Viska stofnar nýjan sjóð sem mun einkum fjár­festa í hluta­bréfum

Fjárfestingafélagið Viska Digital Assets hefur tekið upp nýtt nafn og heitir nú Viska sjóðir. Samhliða nafnabreytingunni kynnir félagið nýjan sjóð, Viska macro, sem byggir á heildarsýn félagsins á alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Nýr sjóður leggur áherslu á fjárfestingar í tækni og hörðum eignum, þar sem uppgangur gervigreindarinnar og áhrif hennar á hagkerfi eru leiðandi stef í stefnu sjóðsins.

Hækka verðmatið á ISB sem hefur mikið svig­rúm til að lækka eigin­fjár­hlut­fallið

Afkoma Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var umfram væntingar og hafa sumir greinendur því núna uppfært verðmat sitt á bankanum, jafnframt því að ráðleggja fjárfestum að halda í bréfin. Bankinn hefur yfir að ráða miklu umfram eigin fé, sem hann er núna meðal annars að skila til hluthafa með endurkaupum, og ljóst að stjórnendur geta lækkað eiginfjárhlutfallið verulega á ýmsa vegu.

Verð­bólgan lækkar milli mánaða þvert á spár allra grein­enda

Verðbólgan hjaðnaði óvænt í ágústmánuði, meðal annars vegna mikillar lækkunar á flugfargjöldum, en sé litið á spár sex greinenda þá gerðu allir ráð fyrir að verðbólgan myndi haldast óbreytt eða hækka lítillega. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði nokkuð við tíðindin á meðan viðbrögðin á hlutabréfamarkaði eru lítil.

Skortur á er­lendum sér­fræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar

„Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu.

Grein­endur búast ekki við að verð­bólgan hjaðni á nýjan leik fyrr en í lok ársins

Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan muni haldast á sömu slóðum í kringum fjögur prósent þegar ný mæling birtist í vikunni, samkvæmt meðalspá sex greinenda, en sögulega séð hefur verið afar lítill breytileiki í verðbólgumælingu ágústmánaðar. Verðbólgan mun í kjölfarið fara hækkandi á næstu mánuðum þótt bráðabirgðaspár hagfræðinga séu á talsvert breiðu bili.

Sjá meira