Fréttamaður

Jakob Bjarnar

Jakob Bjarnar er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sýslu­maður hótar því að taka að­vent­ista af skrá

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ritað stjórn Kirkju sjöunda dags aðventista bréf þar sem hann krefst þess að ef stjórnin ljúki ekki aðalfundi sem staðið hefur í tvö ár fyrir 10. ágúst næstkomandi þá muni hann grípa til þess að fella félagið af skrá sem trúfélag.

Segir dóm­greindar­leysi for­mannsins al­gert

Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga.

Allir austur, allir austur!

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur upp herhóp á Bliku og hvetur alla til að drifa sig austur eða á Norðurlandið. Ástæðan: Langþráð blíða.

Staða drengja kol­svört og versnar enn

Tryggvi Hjaltason, greinandi hjá CCP var fenginn til að vinna skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu fyrir barna- og menntamálaráðuneytið. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi.

And­staða við Car­b­fix-verk­efnið gýs upp í Hafnar­firði

Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum.

Vill koma upp mót­töku flótta­manna við Kaffi Vest

Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál.

Sjá meira