Fréttamaður

Jakob Bjarnar

Jakob Bjarnar er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hér eru „þessar elskur“

Gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, hafa vakið upp gríðarlega reiði sem enn er ekki hægt að sjá fyrir endann á. Tvímælalaust er hér um að ræða eitt heitasta fréttamál þessarar viku.

Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í al­vöru liðið svona

Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt…

Femín­istar ævareiðir út í Þórð Snæ

Í tilefni kosninga hafa verið dregin fram gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem lýsa unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna.

„Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“

Prófessor Eiríkur Bergmann hefur sent frá sér bókina Óvæntur ferðafélagi en þar gengur hann nær sjálfum sér en hann hefur áður gert. Hann segir frá svæsnu einelti sem hann varð fyrir og óboðnum gesti, fyrirbæri sem heitir Severe Tinnitus Disorder og er ólæknandi suð í eyrum.

Fiskikóngurinn kominn í gufuna

Kristján Berg, sem jafnan gegnir nafninu Fiskikóngurinn og hefur mokað út heitum pottum af öllum stærðum og gerðum, hefur nú fært sig yfir í gufubaðið.

Ekki púað á Snorra

Ein mest lesna frétt fréttavefsins Mannlífs um þessar mundir er undir fyrirsögninni „Púað á Snorra“. Eitthvað er það málum blandið og við ritun og birtingu fréttarinnar gerði Reynir Traustason ritstjóri þau örmu mistök að upplýsa um heimildarmann sinn – í ógáti.

Villi Valli fallinn frá

Villi Valli – Vilberg Valdal Vilbergsson, nikkari og rakari er fallinn frá. Hann náði 94 ára aldri. Villi Valli var alla sína tíð mikilvægur þáttur í tónlistarlífi Vestfjarða.

Niðurgangurinn á Þing­völlum þaggaður niður

Halldór Armand Ásgeirsson er að senda frá sér sína fimmtu skáldsögu um þessar mundir,  Mikilvægt rusl, auk þess gaf hann út pistlasafn fyrir Storytel 2022. Talsverð tímamót eru nú hjá Halldóri, bæði er skáldsagan hans sérstök að efni til og svo gefur hann hana út sjálfur. Sem er talsvert stórt skref að stíga. Halldór dregur ekki af sér í höfundatali.

Sjá meira