
Atkvæði hafa verið talin: Pattstaða á Spáni og hugsanleg stjórnarkreppa
Enginn flokkur getur hrósað sigri í spænsku þingkosningunum í dag. Þetta varð ljóst eftir að talningu atkvæða lauk nú á ellefta tímanum á íslenskum tíma. Hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn er stærsti flokkurinn þegar öll atkvæði hafa verið talin, en Sósíalistaflokkurinn kemur í humátt á eftir.