Fimmtíu ár frá opnun Hringvegar Fimmtíu ár eru frá því að Skeiðarárbrú var vígð í júlí 1974, og Hringveginum þar með lokað. Í telefni af þessum tímamótum standa Vegagerðin og sveitarfélagið Hornafjörður fyrir málþingi og hátíðardagskrá föstudaginn 30. ágúst 2024. 19.8.2024 19:12
Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. 19.8.2024 18:42
Helgi beðinn um að skila lyklunum Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið beðinn um að skila lyklum og fartölvu til embættis ríkissaksóknara, að beiðni skrifstofustjóra embættisins. Hann telur þessa ákvörðun ólögmæta, en dómsmálaráðherra hefur ekki tekið ákvörðun í máli hans. 19.8.2024 17:53
Tugir barna á bið eftir leikskólaplássi á höfuðborgarsvæðinu Börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í nærri öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Um 36 bíða í Garðabæ, 23 í Hafnarfirði og 141 barn í Kópavogi. Ekkert barn bíður í Mosfellsbæ en fimm á Seltjarnarnesi. Í Reykjavík er enn verið að vinna að innritun og fjöldi á bið enn óljós. 18.8.2024 22:54
Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17.8.2024 23:40
„Ég hef aldrei séð annan eins viðbjóð“ Sæbjörg Snædal Logadóttir situr eftir með tjón upp á 530.000 krónur eftir að tíu strákar og vinir þeirra gengu berserksgang í húsi hennar á Þjóðhátíð. Öll garðhúsgögn hennar voru brotin, gólfið á baðherberginu bólgnað upp vegna bleytu, og óhreinar nærbuxur og sokkar voru úti um allt. 16.8.2024 23:41
Neitaði að borga heita vatnið og slapp með skrekkinn Kona í Árborg komst upp með að borga ekki heitavatnsreikninga frá Selfossveitum vegna þess að vatnið var ekki nógu heitt. Reikningar konunnar vegna húshitunar voru meira en tvöfalt hærri en í sambærilegum fasteignum í sveitarfélaginu, af því vatnið var gallað og inntakshiti þess ekki nógu mikill. 16.8.2024 21:56
Skotvopnaleyfi afturkallað og byssa gerð upptæk Karlmaður á miðjum aldri brást illa við afturköllun á skotvopnaleyfi hans, og kalla þurfti til sérsveitarinnar og samningamanna að heimili hans í Hafnarfirðinum. Málið endaði vel að sögn lögreglu og maðurinn var handtekinn. 16.8.2024 21:13
Sérsveitin í útkalli í Hafnarfirði Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til aðstoðar í verkefni á vegum lögreglunnar í Hafnarfirði. 16.8.2024 20:21
Bjarni skilar jafnréttis- og mannréttindamálunum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Jafnréttis- og mannréttindamál verða flutt frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. 16.8.2024 19:23