Alræmdi strokufanginn handtekinn Strokufanginn Daniel Abed Khalife hefur verið handtekinn í London. Hans hafði verið leitað síðan á miðvikudagsmorgun eftir að í ljós kom að hann hafði sloppið úr fangelsinu HMP Wandsworth í suðvesturhluta höfuðborgar Bretlands. 9.9.2023 11:19
Telja mikilvægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins. 9.9.2023 10:29
Bjart með köflum austantil Skúrir eða dálítil rigning verður víða um land, en bjart með köflum austantil. 9.9.2023 09:52
Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9.9.2023 09:05
Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9.9.2023 08:08
Skjálfti við Kleifarvatn fannst á höfuðborgarsvæðinu Í nótt fannst stór jarðskjálfti um það bil tveimur kílómetrum vestan við Kleifarvatn. Sjálftinn varð 24 mínútur yfir þrjú í nótt, en hann var 3,8 af stærð. 9.9.2023 07:21
Ungbarn á skemmtistað í Grafarvogi Lögregla fékk í gærkvöldi tilkynningu um einstakling með ungbarn á skemmtistað í Grafarvogi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar er ekki greint frá frekari viðbrögðum lögreglu við málinu. 9.9.2023 07:09
Fimm handteknir grunaðir um íkveikjur á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru grunaðir um íkveikjur á Akureyri. Lögreglan fékk tilkynningar um tvo eldsvoða, annars vegar í nótt og hins vegar í morgun. Báðir eldsvoðarnir voru í Naustahverfi. 8.9.2023 13:13
Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. 8.9.2023 12:46
Hopp hlaut Vaxtarsprotann með 970 prósenta vöxt í veltu Hopp hefur hlotið viðurkenninguna Vaxtarsproti ársins, fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem afhenti Vaxtarsprotann í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal í gær. 8.9.2023 11:53