Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki fyrir svokallað minningargreinamál. Í byrjun nóvember staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms þar sem Reyni Traustasyni og félaginu Sólartúni, útgefanda Mannlífs, var gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir vegna endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, sem og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. 31.1.2025 11:41
Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31.1.2025 11:00
Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Lögreglan í Skotlandi hefur staðfest líkfund í ánni Dee í Aberdeen í Skotlandi, skammt frá þeim stað þar sem síðast sást til tvíburasystra sem hurfu sporlaust 7. janúar síðastliðinn. Enn á eftir að bera kennsl á líkið. 31.1.2025 10:40
Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021. 31.1.2025 07:00
Ýtti konu fyrir bíl Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem hann framdi fyrir utan kaffihús í Reykjavík í ágúst árið 2021. Ákvörðun um refsingu hans var frestað. 30.1.2025 15:34
Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í dag, skammt frá brúnni um Víkurveg sem skilur að Grafarvog og Grafarholt. 30.1.2025 15:14
Margar milljónir í menninguna Hátt í hundrað verkefni hlutu styrk úr borgarsjóði á sviði menningarmála, en 225 umsóknir bárust í haust um styrki sem hljóða upp á tæplega 390 milljónir króna. Útnefning Listhóps Reykjavíkur 2025 fór fram í Iðnó í dag. 30.1.2025 14:30
Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30.1.2025 14:20
Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30.1.2025 11:40
Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Sævar Þór Jónsson, lögmaður ungmennis sem er meðlimur úr eins konar tálbeituhóp, segir að lögreglan verði að taka gögn sem hópurinn hafi afhent lögreglu alvarlega. 30.1.2025 10:48