Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12.12.2022 14:37
Meintur Lockerbie-sprengjumaður framseldur til Bandaríkjanna Líbískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er ákærður fyrir að smíða sprengjuna sem grandaði farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 er nú í haldi bandarískra yfirvalda. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til saka. 12.12.2022 11:48
Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. 12.12.2022 10:32
Gagnrýna transfóbískt samsæristíst Musk Fjöldi bandarískra þingmanna og vísindamanna gagnrýna nú Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter, fyrir transfóbískt tíst þar sem hann réðst á æðsta yfirmann sóttvarnamála í kórónuveirufaraldrinum. 12.12.2022 09:21
Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. 12.12.2022 08:06
Ógiftir mega enn njóta ásta á Balí Ríkisstjóri indónesísku eyjarinnar Balí fullyrðir að nýsamþykkt lög sem banna kynlíf utan hjónabands muni ekki hafa áhrif á erlenda ferðamenn þar. Eyjan á allt sitt undir ferðaþjónustu en áhyggjuraddir hafa heyrst um að lögin gætu fælt frá ferðamenn. 12.12.2022 07:36
Efast um að skemmtiferðaskip séu góð nýting auðlinda Fráfarandi ferðamálastjóri efast verulega um skynsemi þess að taka á móti miklum fjölda farþega skemmtiferðaskipa og gagnrýnir að hafnarstjórar hafi of mikil völd að ákveða fjöldann sem kemur. Á næsta ári stefnir í algera sprengingu í fjölda farþega sem koma með skemmtiferðaskipum. 9.12.2022 10:36
Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. 9.12.2022 09:26
Mannskæður stórbruni í verslunarmiðstöð við Moskvu Einn er látinn eftir að mikill eldur kviknaði í stórri verslunarmiðstöð rétt utan við Moskvu í Rússlandi í gær. Eldhafið náði yfir alla verslunarmiðstöðina þegar eldurinn var sem ákafastur. 9.12.2022 08:48
Fjölgun hvala í hafíssleysinu bendi til að vendipunkti hafi verið náð Óvæntur fjöldi langreyða og hnúfubaka í hafinu við Suðaustur-Grænland sem var áður þakið hafís er sagður benda til þess að vendipunkti hafi verið náð í umhverfisskilyrðum og vistkerfum þar. Hafís er nánast horfinn af svæðinu yfir sumarmánuðina. 6.12.2022 11:41