Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6.7.2021 10:09
Fyrrverandi varakanslari fyrir dóm í tengslum við „Ibizagate“ Réttarhöld yfir Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslara Austurríkis og leiðtoga Frelsisflokksins, hófust í Vín í morgun. Hann er sakaður um spillingu, meðal annars í hneykslismáli sem felldi ríkisstjórn landsins árið 2019 og kennt er við Ibiza. 6.7.2021 09:12
Umsátursástand þegar lögregla eltist við þungvopnaða „mára“ Íbúum í bænum Wakefield í Massachusetts í Bandaríkjunum var skipað að halda kyrru fyrir heima hjá sér á meðan lögreglumenn leituðu uppi hóp þungvopnaðra manna sem flúði inn í skóglendi á laugardag. Ellefu manns voru handteknir eftir umsátrið sem stóð yfir í hátt í níu klukkustundir. 5.7.2021 15:55
Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða. 5.7.2021 14:55
Ræða hvort taka skuli tillit til tilfinninga dýra Breskir þingmenn rökræða nú um hvort að rétt sé að taka tillit til tilfinninga dýra þegar menn setja sér lög og reglur. Frumvarp þessa efnis er sagt ganga enn lengra en Evrópulög sem eru talin ganga hvað lengst í þá átt í heiminum. 5.7.2021 13:24
Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5.7.2021 11:45
Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. 5.7.2021 10:41
Krefjast milljarða til leysa gögn úr haldi Tölvuþrjótar sem tóku gögn hundraða fyrirtækja víða um heim í gíslingu fyrir helgi krefjast nú jafnvirði um 8,7 milljarða króna í lausnargjald. Sænska verslanakeðjan Coop þurfti að loka hundruðum verslana sinna þegar kassakerfi þeirra læstist. 5.7.2021 09:04
Misstrangar reglur á samfélagsmiðlum um áróður fyrir kosningar Erfiðara gæti verið fyrir nafnlausa hulduhópa að dreifa áróðri á Facebook í aðdraganga Alþingiskosninganna í september en undanfarin ár vegna nýlegra starfsreglna um gegnsæi. Minni hömlur eru á slíkan áróður á Youtube. 3.7.2021 07:01
Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata. 1.7.2021 15:36