Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Kona á sextugsaldri lést á sjúkrahúsi af völdum sára sem hún hlaut þegar karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í síðasta mánuði. Sex eru nú látnir eftir árásina. 6.1.2025 09:24
Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er sagður líklegur til þess að segja af sér í þessari viku. Frjálslyndi flokkur hans á undir högg að sækja í skoðanakönnunum og æ fleiri þingmenn flokksins hvetja Trudeau til þess að stíga til hliðar. 6.1.2025 09:01
Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sýklalyf sem er það eina sinnar tegundar á markaði hækkaði tvöfalt í verði á milli mánaða. Skortur á stærri pakkningu lyfsins hefur þýtt að sjúklingar hafa þurft að greiða yfir tólf þúsund krónur fyrir sýklalyfjaskammtinn, um fjórfalt meira en áður. 4.1.2025 09:02
Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Ungur stuðningsmaður Liverpool frá Blönduósi lenti í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hópur manna og unglinga réðst á hann að tilefnislausu í miðborg Liverpool í fyrrinótt. Hann er útskrifaður af sjúkrahúsi og stefnir á stórleik um helgina, að sögn föður hans. 3.1.2025 12:01
Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Fylgi Viðreisnar mælist nú tveimur prósentum minna en flokkurinn fékk í þingkosningunum í nýjum þjóðarpúls Gallup. Framsóknarflokkurinn dalar enn eftir sögulega lélega kosningu en Sósíalistaflokkurinn er tveimur prósentustigum yfir kjörfylgi sínu. 3.1.2025 09:04
Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr. 3.1.2025 09:03
Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Ríkisstjórn Venesúela býður hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar á annan tug milljóna króna í verðlaun. Frambjóðandinn hefur heitið því að snúa aftur úr útlegð fyrir embættistöku Nicolás Maduro forseta. 3.1.2025 07:48
Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Spáð er suðaustan golu eða kalda með slyddu eða snjókomu með köflum á landinu sunnan- og vestanverðu í dag. Á morgun, laugardag, er víða spáð björtu veðri en talsverðu frosti. 3.1.2025 07:27
Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Krúnudjásn sólkerfisins, hringir Satúrnusar, hverfa sjónum manna í mars. Þeir verða þó aðeins „horfnir“ í nokkra daga. Fyrirbærið á sér stað á um fimmtán ára fresti þegar sjónlína frá jörðinni er beint á rönd hringanna. 2.1.2025 15:22
Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael, tilkynnti um afsögn sína sem þingmaður á nýársdag. Bæði Gallant og Netanjahú eiga handtökuskipun vegna stríðsglæpa í stríðinu við Hamas yfir höfði sér. 2.1.2025 09:12