„Hver sofnaði á verðinum?“ Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar. 8.6.2024 14:01
Grindavíkurvegur undir hraun og alvarleg árás á forsætisráðherra Rennsli og hraði hraunsins úr eldgosinu í Sundhnúkagígum jókst verulega í morgun. Hraun er tekið að renna yfir Grindavíkurveg norðan varnargarðanna við Svartsengi. Þá var tekin ákvörðun um að opna ekki í Bláa lóninu og gestum hótelsins gert að yfirgefa svæðið. Við ræðum við jarðverkfræðing á vettvangi í Svartsengi sem lýsir því sem fyrir augu ber í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 8.6.2024 11:56
Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7.6.2024 15:53
Skítkast í „skrýtinni og óvæginni“ kosningabaráttu Skiptar skoðanir eru um kosningabaráttu síðustu vikna meðal kjósenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Sumir segja hana leiðinlega og óvægna en aðrir siðsamlega. Þá var allur gangur á því hvort fólk væri löngu búið að gera upp hug sinn eða hygðist ákveða hvern það kysi í kjörklefanum á morgun. 31.5.2024 21:00
Gætu gloprað niður sigrinum eða tryggt sér hann í kvöld Allt sem forsetaframbjóðendur gera nú á siðasta degi kosningabaráttunnar getur skipt sköpum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Athyglisverð átök hafi komið fram milli frambjóðenda í kappræðum gærkvöldsins. 31.5.2024 13:27
Ræddu lokasprett æsispennandi kosningabaráttu Við siglum nú inn í síðustu vikuna fyrir forsetakosningar og kosningabaráttan er í algleymingi. Við fáum öflugt teymi samfélagsrýna til okkar í Pallborðið á Vísi í dag og förum yfir sviðið í beinni útsendingu klukkan 14. 28.5.2024 10:52
Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. 24.5.2024 20:12
Óttast um afdrif Íransforseta og ferðaveðrið í beinni Óttast er að þyrla með forseta Írans innanborðs hafi hrapað í fjalllendi í norðvesturhluta landsins í dag. Margt er á huldu um atburðarásina. Við sýnum frá leitinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 19.5.2024 18:21
Aukin skjálftavirkni og erjur um Erfðagreiningu Skjálftavirkni hefur aukist við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. 19.5.2024 11:45
Örlítil aukning í skjálftavirkni undir Svartsengi Greina má örlitla aukningu í skjálftavirkni í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðasta sólarhringinn. Kvika heldur áfram að flæða í hólfið og allar líkur eru taldar á því að aftur gjósi í Sundhnúksgígaröðinni, en erfitt er að segja til um það hvenær. 19.5.2024 11:25