Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar „Valkyrjur er algjört rangnefni,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í athyglisverðri athugasemd um það heiti sem valist hefur á konurnar þrjár sem leiða ríkisstjórn Íslands. Bendir Haraldur á að valkyrjur hafi í goðafræðinni það hlutverk að færa líkin af vígvellinum til Valhallar. 10.7.2025 15:15
Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. 8.7.2025 22:50
Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag. 8.7.2025 11:22
Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. 7.7.2025 20:40
Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Danska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd danska þingsins að veitt verði aukafjárveiting úr varasjóði danska ríkisins til flugvallagerðar á Grænlandi. Málið er sagt mjög brýnt en því var haldið leyndu þar til fyrir fáum dögum. 5.7.2025 23:10
Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála. 3.7.2025 16:54
Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. 2.7.2025 22:33
Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Náttúruverndarsamtökin Landvernd gagnrýna fyrirhugaðar skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk. Þau telja útivistargildið verðmætasta þátt svæðisins og segja langan veg frá því að lokanir eins og Veitur stefni að geti talist nauðsynlegar. 2.7.2025 21:00
Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar. 1.7.2025 22:44
Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. 1.7.2025 11:17