Ekkert komið fram sem lætur forsætisráðherra efast um að hægt verði að opna landamærin Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli. 29.5.2020 22:56
Sjáum ekki fyrr en í haust hvernig staðan verður Fjörutíu og tvö þúsund manns fá greiddar út bætur frá Vinnumálastofnun um mánaðamótin. Forstjóri stofnunarinnar segir sautján fyrirtæki hafa tilkynnt um hópuppsagnir í maí en yfir eitt þúsund manns hafa misst vinnuna í þeim. 29.5.2020 20:15
Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29.5.2020 12:30
„Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. 19.5.2020 22:00
Mörgum börnum líður illa vegna faraldurs og verkfalla Ellefu samtöl við börn tengd sjálfsvígum voru hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 í apríl. Verkefnastjóri Hjálparsímans segir mikið óvissuástand undanfarið hafa haft áhrif á mörg börn sem líði illa. 9.5.2020 19:56
Rótleysið getur valdið kvíða og vanlíðan meðal barnanna Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu saman til fundar í Karphúsinu fyrir stundu en verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefur nú staðið í rúma tvo sólarhringa. Félagsráðgjafi í Kópavogi óttast áhrif verkfallsins á skólabörn. 7.5.2020 18:30
„Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6.5.2020 19:19
Tómatar í stað erlendra ferðamanna Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna. 3.5.2020 22:00
Sumar hömlur komnar til að vera Prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum segir ólíklegt að hægt sé að aflétta mörgum hömlum sem settar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins fyrr en bóluefni er komið gegn veirunni. 3.5.2020 13:27
Læknir telur öryggi annarra heimilismanna á Eir tryggt Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu 3.5.2020 11:39