Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Framhaldsskólarnir fjölguðu flestir innrituðum nemendum um tíu prósent miðað við fyrri ár til að koma öllum að í haust. Skólameistarar segja það hafa verið ærið verkefni en hafi tekist með því að fjölga í bekkjum og hópum. Innritunarárgangurinn fæddist árið 2009. Þá fæddust 5.026 börn á Íslandi og hafa aldrei fæðst jafn mörg börn á einu ári hérlendis. 27.6.2025 09:17
Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík. 26.6.2025 09:33
Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats HMS boðar til opins fundar í dag klukkan 9:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis að brunabótamati 2025 - bætt framkvæmd brunabótamats. 26.6.2025 08:46
Vilja ábendingar um „kettlingamyllur“ og síendurtekin got Deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur vill að kattasamþykkt Reykjavíkur verði endurskoðuð þannig að meira samræmi sé til dæmis um geldingu læða og fressa. Hún segir fólk verða að fræða sig betur um þá skuldbindingu sem fylgir gæludýrahaldi áður en það fær sér gæludýr. Eins og fyrri ár er allt að fyllast í athvörfum af hundum og köttum sem fólk vill ekki eiga. 25.6.2025 09:53
Fjögur búsetuúrræði Vinnumálastofnunar standa auð Alls er Vinnumálastofnun með á leigu nítján búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þar af standa fjögur þeirra, samkvæmt svörum Vinnumálastofnunar, auð. Umsóknum um alþjóðleg vernd hefur fækkað verulega í ár. 24.6.2025 06:30
„Landslið barna“ tekið til starfa á Suðurnesjum Tímamót urðu í málefnum barna á Íslandi í dag þegar Farsældarráð Suðurnesja var formlega stofnað. Bæjarstjórar þriggja sveitarfélaga sem standa að stofnun ráðsins segja það sögulegt skref fyrir landshlutann. 23.6.2025 13:31
Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Sorpa og Öryggismiðstöðin vinna nú að því að fjölga öryggismyndavélum við grenndarstöðvar Sorpu í Reykjavík og Kópavogi. Sorpa tók við hreinsun á grenndarstöðvunum af sveitarfélögunum síðustu áramót. 23.6.2025 10:33
Váleg þróun að ríki telji sig ekki þurfa að færa rök fyrir því að beita hervaldi Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir líklegustu sviðsmyndina í heimsmálunum að Íranar bregðist við sprengjuárás Bandaríkjamanna með árás og takmörkun á olíuflutningum. Erlingur segir sviðsmyndina neikvæða og það sé váleg þróun að ríki eins og Bandaríkin, Rússland og Ísrael telji sig geta beitt hervaldi án þess að þurfa að færa nokkur rök fyrir því. 23.6.2025 08:59
Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Ekki stendur til að bæta fallvarnir vegna grjóthruns við Holtshnúp þar sem varð banaslys í mars á þessu ári. Ráðherra segir fjármagni forgangsraðað í önnur verkefni. Það hafi komið til greina að setja upp varnir við veginn en það ekki enn komist til framkvæmdar. Íbúi við veginn segir stjórnvöld verða að forgangsraða. Það sé óásættanlegt að ekki séu varnir við veginn. 21.6.2025 07:01
Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, renndi fyrir laxi í Elliðaánum við opnun ánna í morgun. Síðustu ár hefur verið hefð fyrir því að Reykvíkingur ársins opni árnar með borgarstjóra en samkvæmt svörum frá borginni var hann erlendis og verður því ekki tilkynntur fyrr en í júlí. 20.6.2025 11:25