Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat

„Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku.

Góð á­skorun að smakka 17 kokteila sama kvöldið

Í dag hefst Kokteilahátíð Reykjavíkur eða Reykjavík Coctail Weekend, RCW. Hátíðin stendur til sunnudags en í kvöld fer fram einn stærsti viðburður hennar í Flóa í Hörpu þegar fyrsti fasi Íslandsmeistaramóts barþjóna hefst. Fimm komast áfram í úrslit.

Peningarnir hans Willums í bar­áttunni við eitrið

Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur.

Kallar eftir meiri metnaði í Mjódd: Svæðið illa hirt og lýst og hættu­legt gestum

Formaður íbúaráðs í Breiðholti, Sara Björg Sigurðardóttir, segir eigendur og rekstraraðila í Mjódd sýna mikið metnaðarleysi gagnvart íbúum Breiðholts og kallar eftir breyttri ásýnd. Hún segir svæðið illa hirt og lýst, rusl ekki tínt og svæðinu ekki sinnt. Afleiðingin sé sú að það sé gestum jafnvel hættulegt að vera þar.

Hægt að fagna bæði upp­risu Jesú og trans fólki á sama tíma

Forseti Trans Ísland segir ekkert óvænt við orðræðu Repúblikana í Bandaríkjunum um að forseti landsins, Joe Biden, taki trans fólk fram yfir Jesú með því að mæla með því að almenningur standi með trans fólki á alþjóðlegum sýnileikadegi þeirra, í dag Páskadag. 

Telja að eld­gosinu sé líklega að ljúka

Gervitunglamyndir frá NASA og ESA benda til þess að kvikustreymi í eldgosinu við Sundhnúk hafi dregist saman um allt að helming síðasta sólarhringinn. Mögulega þýðir það að eldgosinu lýkur fljótlega. Það hófst þann 16. mars og hafði því staðið í tvær vikur í gær.

„Stríð er alltaf fjar­stæða og ó­sigur“

Frans páfi kallaði eftir vopnahléi á Gasa í páskaávarpi sínu í Vatíkaninu í dag. Hann kallaði einnig eftir því að Hamas sleppti öllum gíslum. Hann minntist á stríðið í Úkraínu

Heppin að vera með höfuð­verk yfir tveimur auð­lindum

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og mögulegur forsetaframbjóðandi segir að næstu árum verið meiri samkeppni um orku sem framleidd er á Íslandi. Mikilvægt sé að sköpuð sé heildarsýn í orkumálum. Ákvarðanataka um framtíðarnýtingu sé erfið því hún hafi áhrif á aðra auðlind, náttúruna.

Sjá meira