Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, trónir á toppi listans yfir launahæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt blaðinu var Runólfur með um 7,2 milljónir í laun á mánuði í laun í fyrra. 19.8.2025 13:01
Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Flutningar hófust í dag á einni frægustu kirkju Svíþjóðar. Flytja á kirkjuna um fimm kílómetra í nýjan miðbæ bæjarins Kiruna vegna stækkunar járngrýtisnámu undir bænum. Um sex þúsund íbúar þurfa að flytja heimili sitt vegna stækkunar námunnar. Stór hluti þeirra er þegar fluttur en áætlað er að flutningum og byggingu nýja bæjarins verði lokið 2032. 19.8.2025 10:03
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19.8.2025 08:31
„Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Jasveen Sangha, eða „Ketamín-drottningin“ hefur játað að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamínið sem leiddi til dauða hans. Sangha er ein af fimm sem var ákærð í ágúst í fyrra vegna andláts Perry. Sangha var ákærð fyrir að hafa dreifingu fíkniefna og að hafa dreift fíkniefnum sem leiddi til andláts tveggja manna. 19.8.2025 07:55
Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. 18.8.2025 14:17
Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Margréti Sigríði Jóhannsdóttur var verulega brugðið í gær þegar hún eldaði mexíkóska kjúklingasúpu frá Krónunni og fann í henni eitthvað sem virtist vera eldhús- eða klósettpappír. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir málið miður og að lotunúmer súpunnar hafi verið innkallað. Um sé að ræða mannleg mistök við pökkun. 18.8.2025 13:46
Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Starfsmaður á Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti á leikskólanum vegna sérkennilegs háttalags. Þetta hermar heimildir fréttastofu. Foreldri barns á leikskólanum segir stórskrýtið að foreldrar hafi ekki verið upplýstir um þetta á fundi með fulltrúum lögreglunnar, Reykjavíkurborgar og Barna- og fjölskyldustofu. 18.8.2025 13:10
Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Vigdís Ásgeirsdóttir, sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál, segir marga forðast að ræða hugtök sem tengjast sálfræði. Nýtt hugtak, sálfélagslegt öryggi, sé til dæmis hugtak sem er mikið rætt á stofunni og mikilvægi þess að allir upplifi það. Algengt sé á vinnustöðum að fólk upplifi sig ekki öruggt. Mikilvægast sé að til staðar séu skýrir verkferlar um hvernig eigi að bregðast við. 18.8.2025 11:08
Kalt stríð sé í gangi á netinu Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, segir árásir á innviði mun algengari en fólk heldur. Ákveðnir hakkarahópar séu búnir að koma sér fyrir innan innviða ríkja. Stórir glæpahópar og óvinveitt ríki standi fyrir þessum árásum. Hann segir miklu dýrara að verða fyrir árás en að tryggja sig fyrir henni. 18.8.2025 08:50
Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Arkitektastofan Tröð kynnti í vikunni tillögu að breytingu á lóð við Háaleitisbraut 12 þar sem áður var rekin bensínstöð. Í dag er þar rekin bílasala en var áður hjólabúðin Berlín, eftir að bensínstöðinni var lokað. Tillaga Traðar gerir ráð fyrir á reitnum verði reist tvö fjölbýlishús með allt að 63 íbúðum og 300 fermetra verslunarrými, auk kjallara fyrir bæði bíla og geymslur. 17.8.2025 08:00