„Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Rauða regnhlífin segir ný lög í Belgíu bæta stöðu kynlífsverkafólks verulega. Það séu gallar á löggjöfinni en lögin séu fordæmi sem vert sé að fylgjast með. Samtökin telja margt hægt að gera betur á Íslandi fyrir þolendur vændis og fólk í ýmiss konar kynlífsvinnu. Sem dæmi þurfi styrkari fjárhagsaðstoð og betri fræðslu fyrir fagaðila. 19.12.2024 07:02
Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Ásta Logadóttir, verkfræðingur hjá Lotu og sérfræðingur í birtu og lýsingu í húsum, segir dagsbirtuna oft gleymast þegar verið er að hanna hús. Hún fagnar nýrri reglugerðarbreytingu á byggingarreglugerð og óskar þess að nýr ráðherra taki hana föstum tökum. 18.12.2024 23:41
Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir boðaðar verðhækkanir framleiðenda og heildsala vekja áhyggjur. Það séu ýmsar aðrar leiðir en verðhækkanir til að bregðast við ytri aðstæðum. 18.12.2024 22:32
Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku. 18.12.2024 22:31
Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins skrifuðu í dag undir samning um tengingu nýrrar kalkþörungaverksmiðju við Langeyri í Súðavík. Nýr jarðstrengur muni leysa af hólmi núverandi loftlínu til Súðavíkur. 18.12.2024 19:11
Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Ráðist var á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla í dag. Móðir drengsins segir hann slasaðan á kvið. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og stefnir fjölskyldan á að kæra árásina á morgun. Vegna aldurs drengsins mun málið einnig verða tilkynnt til barnaverndar. 18.12.2024 18:54
Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18.12.2024 17:47
Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Nú er hægt að borga með korti, síma, úri eða öðrum snjalllausnum í öllum vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Farþegar greiða aldrei fyrir fleiri en þrjár ferðir sama daginn. Framkvæmdastjóri segir lykilatrið að nota alltaf sama kortið svo það virki. 17.12.2024 12:01
„Laun og kjör eru ekki það sama“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir gott að það sé verið að ræða mun á launum og kjörum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfa í einkageiranum. Það sé þó áríðandi að það hafi allir sömu gögn og séu að bera saman sömu hlutina. Umræðan sé ekki á þeim stað í dag. Það þurfi að leggja áherslu á að finna sameiginlegan stað fyrir alla til að standa á. 17.12.2024 09:07
Loka verslun í Smáralind Vodafone lokar verslun sinni í Smáralind í lok mánaðarins. Í staðinn munu viðskiptavinir geta farið í verslun Vodafone á Suðurlandsbraut 8 um helgar. Síðasti dagurinn í Smáralind er 29. desember og ný helgaropnun á Suðurlandsbraut hefst strax eftir áramót. 15.12.2024 15:05