Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Harð­fisk-, laxa- og beikonís á Ísdeginum í Hvera­gerði

Kjörísdagurinn Stóri var haldinn hátíðlegur í Kjörís í Hveragerði í dag í fimmtánda sinn. Hátíðin er dagskrárliður á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum sem er haldin árlega í Hveragerði. Í tilkynningu frá Kjörís kemur fram að gefnir hafi verið um 200 þúsund skammtar af ís og að áætlað sé að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig á hátíðinni.

Hamas segir sátta­semjara „selja blekkingar“

Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði.

Spá á­fram­haldandi ó­breyttum stýrivöxtum í næstu viku

Landsbankinn spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum þegar nefndin kemur saman í næstu viku. Í frétt á vef bankans segir að verðbólga hafi aukist umfram væntingar í júlí. Þó hún hafi verið almennt á niðurleið undanfarið hafi hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til.

Leggur til að hjólhýsabyggðin verði við Rauða­vatn eða í Gufu­nesi

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu á fund borgarráðs um að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Eins og stendur eru þau í Sævarhöfða.  Kolbrún leggur í tillögu sinni til sex svæði sem hún vill að séu metin með tilliti til umhverfisáhrifa og kostnaðar. 

Fastur á leigumarkaði með verð­laust hús í Grinda­vík

Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi.

Lægð yfir landinu og skúradembur norðan- og austan­til

Alldjúp og hægfara lægð er nú yfir norðanverðu landinu. Henni fylgir vestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og rigning víða um land. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar segir að það dragi úr vætu norðvestantil þegar líður á daginn.

Setti hraða­met í heiðurssundi fyrir syni Eddu Bjarkar

Sigurgeir Svanbergsson synti í gær frá Flateyri til Holtsstrandar og sló hraðamet í sundinu sem hann vill kalla Drengjasund. Sigurgeir stundar sjósund til að berskjalda sig fyrir því sem honum þykir óþægilegt. Hann segir hafi geta verið hættulegt og skelfilegt en það jafnist ekkert á við tilfinninguna að skríða upp hinum megin.

Fjögurra daga gamlir tví­burar drepnir í á­rás Ísraela

Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed..

Heilsu­gæslan skipu­leggur sýna­tökur vegna e. coli mengunar

Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna mögulegar mengunar af völdum e. coli í neysluvatni á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum. Í tilkynningu frá sóttvarnalækni segir að e. coli hafi verið staðfest, í litlu magni, í vatnssýnum frá Rangárvöllum.

Sjá meira