Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. 18.5.2025 23:35
Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Donald Trump segist sorgmæddur yfir krabbameinsgreiningu Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og sendir hann Biden-fjölskyldunni hlýjar kveðjur. 18.5.2025 22:48
Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Gríma Björg Thorarensen, innanhúshönnuður og meðeigandi Sjóbaðanna í Hvammsvík, var gæsuð af fríðum flokki kvenna í Madríd. Gríma hefur verið með Skúla Mogensen frá 2017, þau eiga tvo syni saman og eru greinilega trúlofuð. 18.5.2025 22:24
Joe Biden með krabbamein Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindist á föstudag með illkynja krabbamein í blöðruhálskirtli. 18.5.2025 20:14
Felix kveður Eurovision Felix Bergsson hefur tilkynnt að hann muni ekki snúa aftur í Eurovision-teymi Rúv. Hann hefur sinnt ýmsum störfum í teyminu undanfarin fjórtán ár, verið fjölmiðlafulltrúi og fararstjóri íslenska hópsins, lýst keppninni og verið í stýrihópi Eurovision. 18.5.2025 19:35
Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu í gær og endaði annar á dýraspítala hætt kominn. Fjöldi hunda hefur sloppið af heimilum sínum og týnst í dag vegna sólarþyrstra eiganda sem hafa skilið eftir opið út. 18.5.2025 18:39
Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hæsti hiti í Reykjavík mældist í dag 20,4 stig og vantaði aðeins 0,2 stig til að jafna maí-hitamet frá 14. maí 1960. 18.5.2025 17:48
Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa VÆB-bræður fengu sögulega fá stig frá dómnefndum á úrslitakvöldi Eurovision í kvöld, núll talsins og enduðu með 33 stig. Íslendingum var ekki skemmt og fengu útrás fyrir reiði sína á samfélagsmiðlum. 17.5.2025 23:35
Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17.5.2025 22:59
Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á mánudag um að „binda enda á blóðbaðið“ í Úkraínu. 17.5.2025 21:50