„Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14.12.2024 20:50
Fimm skotnir til bana í Frakklandi Tveir flóttamenn og tveir öryggisverðir voru skotnir til bana á ströndinni í Loon-Plage nálægt Dunkerque í Norður-Frakklandi í dag. Eftir skotárásina gaf 22 ára maður sig fram og sagðist hafa skotið fimmtu manneskjuna til bana fyrr um daginn. 14.12.2024 19:14
Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Isak Andic, stofnandi tískuverslanakeðjunnar Mango og einn ríkasti maður Spánar, lést á laugardag þegar hann hrapaði um 150 metra til jarðar í fjallgöngu með fjölskyldu sinni skammt frá Barcelona. 14.12.2024 18:02
Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Fólk getur nú kynnt sér allar framkvæmdir við stofnvegi, Borgarlínu og göngu- og hjólastíga á nýrri upplýsingagátt sem heitir Verksja.is 8.12.2024 16:48
Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flutti tvo sem slösuðust í bílveltu í Fagurhólsmýri rétt fyrir hádegi á Reykjavíkurflugvöll og voru þeir fluttir þaðan á Landspítalann. 8.12.2024 16:20
Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Írski leikarinn Barry Keoghan hefur fengið sig fullsaddan af hatri í hans garð á netinu. Hann sættir sig ekki við að fólk sitji um heimili sonar hans og dreifi fölskum sögusögnum. Keoghan hætti nýlega með bandarísku söngkonunni Sabrinu Carpenter en sá orðrómur gekk að hann hefði haldið framhjá henni. 8.12.2024 15:51
„Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ Stjórnmálafræðingur segir ósanngjant að 22 þúsund kjósendur eigi sér ekki fulltrúa á þingi. Fráfarandi forseti Alþingis segir ekki um ósanngirnismál að ræða, mestu máli skipti að niðurstaða kosninga endurspegli vilja þjóðarinnar og stuðli að starfhæfum meirihluta. 8.12.2024 13:28
Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Rúbínrauðu skór Dóróteu sem Judy Garland klæddist í Galdrakarlinum í Oz seldust á uppboði í Dallas á laugardag fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Skórnir eiga sér merkilega sögu því þeim var stolið árið 2005 og fundust ekki fyrr en þrettán árum seinna. 8.12.2024 11:31
Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Háhyrningar eru aftur byrjaðir að synda um með laxa á höfðinu tæpum fjörutíu árum eftir að laxahattar komust í tísku á níunda áratugnum. 2.12.2024 23:24
„Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. 2.12.2024 20:33