Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spáð fyrir um enda­lok um­brota við Grinda­vík

Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars.

Heyrðu fyrst frá blaða­manni um dóms­málið og að þau hefðu tapað því

Par sem sótti bætur í gegnum flugbaetur.is vissi hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Formaður lögmannafélagsins segir að slíkt eigi ekki að geta gerst. Ómar R. Valdimarsson sem rekur Flugbætur segir að skjólstæðingar beri ekki kostnaðinn þegar mál fari á þennan veg.

Ís­lendingar funda með UNRWA

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA.

Segir sveitar­fé­lögin ekki græða þrátt fyrir auka tíu milljarða

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í nýjustu kjarasamningum hafa staðið einna mest í sveitarfélögunum en það verði útfært með ríkinu. Þrátt fyrir að samningarnir feli í sér tíu milljarða auka fyrir sveitarfélögin segir hún þau ekki hagnast sérstaklega frekar en aðrir.

Bein út­sending: Skrifað undir fjögurra ára kjara­samning

Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni.

Sjá meira