Ísbúð Vesturbæjar á Grensásvegi lokað í dag Ísbúð Vesturbæjar við Grensásveg verður lokað í dag. Starfsemin verður flutt í nýja ísbúð í Grímsbæ en það er ekki vitað hvenær hún verður opnuð. Starfsmaður segir daginn hafa verið heldur rólegan. 9.12.2023 23:09
Horfði í beinni á innbrot manns sem skaut fjölskylduna síðan til bana Maður í Texas horfði í beinni á það þegar maður braust inn á heimili hans áður en hann skaut konu hans og dóttur til bana. Árásin var hluti af berserksgangi skotmannsins sem drap sex og særði þrjá í Texas á þriðjudag. 9.12.2023 22:35
Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9.12.2023 21:46
Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9.12.2023 21:03
Seltirningar komnir með gám fyrir pappa Seltirningar eru komnir með móttökugám fyrir pappa og pappír en hann er staðsettur á Eiðistorgi. Gámurinn verður tímabundið til reynslu áður en tekin verður endanleg ákvörðun. 9.12.2023 19:49
Ferðamenn í Feneyjum féllu í síkið vegna sjálfusýki Hópur ferðamanna féll ofan í síki í Feneyjum þegar gondólinn sem þau voru um borð í hvolfdi af því þau neituðu að hlýða fyrirmælum ræðarans um að hætta að taka af sér sjálfur og setjast niður. 9.12.2023 19:22
Óbreyttir borgarar 61 prósent af dauðsföllum í loftárásum á Gasa Hlutfall óbreyttra borgara er 61 prósent af heildardauðsföllum í loftárásum á Gasa. Þetta kemur fram í rannsókn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Hlutfallið er samkvæmt miðlinum hærra en í öllum stærri átökum 20. aldar. 9.12.2023 18:48
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Palestínu og rýnt í ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi sínu við afgreiðslu tillögu um vopnahlé á Gasa fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna mun fara yfir málið. 9.12.2023 18:19
Eldur í bílskúr í Grindavík Eldur kviknaði í bílskúr á Vesturbraut í Grindavík rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. Slökkvilið var fljótt á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins. Engum varð meint af og ekki er vitað um upptök eldsins. 9.12.2023 18:02
Mygla í samhæfingarstöð almannavarna Víðir Reynisson segir að það hafi komið upp mygla í rými í samhæfingarstöð almannavarna. Rýminu hefur verið lokað og lokunin mun ekki hafa áhrif á starfsemina. Til greina kemur að flytja starfsemina tímabundið annað á meðan unnið er að viðgerðum. 9.12.2023 00:05