Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­búð Vestur­bæjar á Grens­ás­vegi lokað í dag

Ísbúð Vesturbæjar við Grensásveg verður lokað í dag. Starfsemin verður flutt í nýja ísbúð í Grímsbæ en það er ekki vitað hvenær hún verður opnuð. Starfsmaður segir daginn hafa verið heldur rólegan.

Ís­land ætli ekki að draga sig úr keppni í Euro­vision

Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni.

Sel­tirningar komnir með gám fyrir pappa

Seltirningar eru komnir með móttökugám fyrir pappa og pappír en hann er staðsettur á Eiðistorgi. Gámurinn verður tímabundið til reynslu áður en tekin verður endanleg ákvörðun.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Palestínu og rýnt í ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi sínu við afgreiðslu tillögu um vopnahlé á Gasa fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna mun fara yfir málið.

Eldur í bíl­skúr í Grinda­vík

Eldur kviknaði í bílskúr á Vesturbraut í Grindavík rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. Slökkvilið var fljótt á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins. Engum varð meint af og ekki er vitað um upptök eldsins.

Mygla í sam­hæfingar­stöð al­manna­varna

Víðir Reynisson segir að það hafi komið upp mygla í rými í samhæfingarstöð almannavarna. Rýminu hefur verið lokað og lokunin mun ekki hafa áhrif á starfsemina. Til greina kemur að flytja starfsemina tímabundið annað á meðan unnið er að viðgerðum.

Sjá meira